Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 7. 2013 | 12:30

Evróputúrinn: Stuart Manley í forystu fyrir lokahring Hong Kong Open

Það er Wales-verjinn Stuart Manley sem er í forystu fyrir lokahring Hong Kong Open. En forysta hans er naum aðeins 1 högg skilur hann að og Indverjann Shiv Kapur og Englendinginn Wade Ormsby.

Golf 1 er að kynna nýju strákana sem fengu kortin sín á Evrópumótaröðina í gegnum Q-school Evrópumótaraðarinnar á PGA Catalunya golfvellinum, í Girona, Spáni, 10.-15. nóvember s.l.  Stuart Manley er einn af þeim, en hann tók 10. kortið og var sá eini frá Wales til þess að komast í gegnum Q-school að þessu sinni……

….. og nú er hann þegar í baráttunni um fyrsta sigur sinn á Evrópumótaröðinni – það skiptir engu hvort sigurinn er hans á morgun, hann er þegar búinn að standa sig framúrskarandi!!!

Stuart Manley er búinn að spila á samtals 10 undir pari, 200 höggum (67 67 66) og er ekkert að gefa eftir…. spilar bara betur ef eitthvað er!!!

Kapur og Ormsby eru eins og segir 1 höggi á eftir á samtals 9 undir pari, 201 höggi, hvor; Kapur (69 66 66) og Ormsby (67 68 66).

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Hong Kong Open SMELLIÐ HÉR: