Nýju stúlkurnar á LET 2014: Victoria Lovelady (3/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady , Laura Lesa meira
Andri Þór lauk leik í 58. sæti
Andri Þór Björnsson, GR, tók þátt í Diixie Amateur Championship, en mótið fór fram í Heron Bay Golf Club, í Coral Springs, Flórída. Mótið stóð dagana 19.-22. desember 2013 og lauk því í gær. Samtals lék Andri Þór á 8 yfir pari, 296 höggum (66 76 76 78) og varð í 58. sæti af 219 þátttakendum. Eftir 1. dag var Andri Þór í 1. sæti eftir stórglæsilegan hring upp á 6 undir pari, 66 höggum, en náði því miður ekki að fylgja því eftir. Engu að síður flottur árangur hjá Andra Þór, sem varð meðal topp 30% þátttakenda. Sigurvegarar mótsins urðu Jack Maguire og „heimamaðurinn“ Curtis Thompson, bróðir LPGA kylfingsins Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Kristín Aðalsteinsdóttir – 22. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Kristín Aðalsteinsdóttir. Kristín er fædd 22. desember 1972 og á því 41 árs afmæli í dag!!! Kristín er í Golfklúbbi Setbergs Kristín hefir spilað víða erlendis m.a. á Spáni og í Golfclub Ozo í Lettlandi. Með fullu starfi hjá Hópbílum þjálfar Kristín 5. flokk stelpna í handbolta hjá ÍR. Kristín er gift Val Benedikt Jónatanssyni og eiga þau 2 börn: Hrafnhildi Völu, 10 ára og Gísla Hrafn, sem varð 7 ára fyrir 3 dögum síðan. Komast má á facebook síðu Kristínar til þess að óska henni til hamingju með merkisafmælið hér að neðan: Kristín Aðalsteinsdóttir (40 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru Lesa meira
Golfsvipmyndir ársins 2013
Fréttamenn Golf Digest hafa tekið saman golfsvipmyndir ársins 2013, eða árið í myndum eins og þeir kjósa að kalla myndaseríuna. Um er að ræða golfmyndir af einhverjum stærstu og eftirminnilegust viðburðum innan golfíþróttarinnar árið 2013. M.a. þegar Adam Scott sigraði á Masters, ein mynd er af Phil Mickelson á Muirfield á Opna breska, af Tiger að droppa bolta o.fl. Nokkra athygli vekur að af golfsvipmyndunum 15 er aðeins 1 af kvenkylfingi. Hvaða kylfingur skyldi nú þykja hafa skarað fram úr árið 2013? Sjá má myndirnar með því að SMELLA HÉR:
Cristie Kerr eignast barn
Cristie Kerr og eiginmaður hennar Erik Stevens eignuðust soninn Mason Kerr Stevens. Og ef ykkur finnst þið hafa sér Kerr í flestöllum mótum LPGA á þessu keppnistímabili, oft ofarlega á skortöflunni, þá skjátlast ykkur ekki. Ekki að hún hafi verið að spila golf ólétt …. nei hún og eiginmaður hennar fengu staðgöngumóður til þess að ganga með barn þeirra. „Ykkur til upplýsingar þá er þetta okkar barn. 100%,“ sagði Cristie á Twitter. „Ég er ekki fær um að ganga með börn mín af læknisfræðilegum ástæðum. Ég vildi að ég gæti það.“ Litli strákurinn fæddist 8. desember og hún þakkaði öllum fyrir árnaðaróskirnar sem fjölskyldunni hafa borist. Hún bætti við: „Barnafötin Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: John Hahn – (21/27)
Í dag verður byrjað að kynna þá 3 stráka, sem deildu 5.-7. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir John Hahn, Adrien Saddier og Michael Lundberg. Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum og hlutu € 5.240,- í verðlaunafé. Í dag verður bandaríski kylfingurinn John Hahn kynntur en hann varð í 7. sæti í Q-school, lék á (66 66 73 68 71 71). John Hahn var í hóp Bandaríkjamanna sem voru næstfjölmennastir strákanna 27 sem komust á Evrópumótaröðina eða 4, næstir á eftir enskum kylfingum sem voru fjölmennastir eða 5. Hinir 3 bandarísku kylfinganna, sem ásamt Lesa meira
Charley Hull vann British Ladies National Championship 9 ára (2/5)
Fyrir 8 árum síðan, þegar Charley Hull var aðeins 9 ára, vann hún British Ladies National Championship í Turnberry. Umboðsmaður hennar, Joe McQuade, sem er gamall fjölskylduvinur Hull fjölskyldunnar, sagði skemmtilega sögu af því þegar formaður/kapteinn Kettering golfklúbbsins náði í Hull til þess að keyra hana á mótið. Charley var enn svo lítil að hún þarfaðist að sitja í sérstökum upphækkuðum barnastól. Þegar þær komu á mótsstaðinn hellti Hull sér út í keppnina þar sem 24.000 konur höfðu keppst um í úrtökumótum að fá að taka þátt í. Þarna voru samankomnar allar bestu áhugakvenkylfingar í Bretlandi og hin 9 ára Charley vann þær allar – stökk síðan upp í barnastólinn sinn Lesa meira
Olazabal gagnrýnir EurAsia Cup – Evrópa vann Asíu í Royal Trophy
José María Olázabal hefir gagnrýnt stofnun hinnar nýju Ryder bikars keppni, EurAsia Cup, milli liða Evrópu og Asíu, sem hefst í Malasíu á næsta ári og er samstarfsverkefni Evópumótaraðarinnar og Asíutúrsins. (Asíutúrinn sá áður um mót kínverska golfsambandsins áður en það kaus fremur að OneAsia túrinn skyldi sjá um þau mót). Olázabal var fyrirliði liðs Evrópu í Royal Trophy þar sem lið Asíu þurfti aðeins 3,5 stig úr 8 ltvímenningsleikjum lokadagsins í dag til sigurs. Leikar fóru hins vegar svo að Asía hlaut aðeins 2,5 stig þ.e. Kiradech Aphibarnrat vann leik sinn gegn Paul Lawrie 3&2; Thongchai Jaidee vann leik sinn gegn Stephen Gallacher og Kim K.T. hélt jöfnu gegn Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Thorbjørn Olesen – 21. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er danski kylfingurinn Thorbjørn Olesen. Thorbjørn er fæddur í Furesø, Danmörku 21. desember 1989 og á hann því 24 ára afmæli í dag. Hann gerðist atvinnumaður, 2008, aðeins 18 ára. Hann varð í 4. sæti strax á 1. keppnistímabili sínu á Nordea mótaröðinni, 2009, þar sem hann vann 3 mót og fékk þar með kortið sitt á Áskorendamótaröð Evrópu 2010. Það sumar, í júlí 2010, vann hann fyrsta mót sitt á Áskorendamótaröðinni, The Princess, sem haldið var í Svíþjóð. Hann varð nr. 3 á stigalista Áskorendamótaraðarinnar og hlaut þar með kortið sitt á Evrópumótaröðinni, 2011. Í desember 2010 varð Olesen í 2. sæti á Alfred Dunhill Championship, fyrsta mótinu á Lesa meira
Hnéð gaf sig hjá Lindsey
Lindsey Vonn missti hlið í keppninni í Val d´Isere í dag og sagði að hnénu hefði verið um að kenna. „Ég meiddi mig ekkert meira en ég er nú þegar sár,“ sagði Vonn við fréttamenn. „Því miður er ég með ACL (anterior cruciate ligament) og þau meiðsl urðu til þess að hnéð á mér brást í dag.“ „… ég var með þungan á hægra skíðinu og hnéð bara gaf sig. Ég reyndi að setja pressu á skíðið aftur og það (hnéð) bara gaf sig eftir. Ég átti aldrei möguleika á að ná þessu hliði, því miður.“ Lindsey meiddist sem kunnugt er í Schladming í Austurríki s.l. febrúar og meiðslin tóku Lesa meira










