Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2013 | 13:00

Charley Hull vann British Ladies National Championship 9 ára (2/5)

Fyrir 8 árum síðan, þegar Charley Hull var aðeins 9 ára, vann hún British Ladies National Championship í Turnberry. Umboðsmaður hennar, Joe McQuade, sem er gamall fjölskylduvinur Hull fjölskyldunnar, sagði skemmtilega sögu af því þegar formaður/kapteinn Kettering golfklúbbsins náði í Hull til þess að keyra hana á mótið. Charley var enn svo lítil að hún þarfaðist að sitja í sérstökum upphækkuðum barnastól.  Þegar þær komu á mótsstaðinn hellti Hull sér út í keppnina þar sem 24.000 konur höfðu keppst um í úrtökumótum að fá að taka þátt í. Þarna voru samankomnar allar bestu áhugakvenkylfingar í Bretlandi og hin 9 ára Charley vann þær allar – stökk síðan upp í barnastólinn sinn á heimleiðinni.

„Ég man eftir ólíkum hlutum frá þessu móti,“ sagði Hull í nokkuð löngu og ítarlegu viðtali, sem hér birtist á Golf1 í 5 hlutum. „Þetta var virkilega skemmtilegt vegna þess að ég var svo létt að vindurinn feykti mér til og frá á einum hluta mótsins.

Skyldi Charley mikilvægi þess að sigra í svona virtu mót? „Veistu? spurði Charley, með augum opin. „Ég vildi bara ekkert vera að hanga í klúbbhúsinu eftir á og taka á móti bikarnum, sem þeir báðu ólympíusundkappann David Wilkie að afhenda. Ég var bara að flýta mér inn til að spila Nintendo DS sem var með Harry Potter leik, sem mér þótti skemmtilegur!

En hvað skyldi hafa orðið til þess að Charley fór að slá golfkúlur tveggja ára? Charley: „Ég byrjaði líklega vegna þess að pabbi spilaði. Og nágranni minn Ben. Við lékum okkur í garðinum hjá mér með plastkylfur og vorum að reyna að slá boltum í trjágreinar stórs trés sem þar var. Við vorum bæði býsna góð.“

Er Ben enn nágranni? Charley: „Hann er það – en spilar ekki lengur golf. Hann skipti yfir í fótbolta. En ef hann hefði haldið áfram hefði hann örugglega orðið atvinnumaður. Hann var svo hæfileikaríkur. Pabbi segir að hann sé með góðar hendur.

Hull hefir unnið sér inn €135,994 á Evrópumótaröð kvenna í ár (2013) og sér Ben nú eftir að hafa ekki gerst atvinnumaður í golfi eða hvað? Charley: „Líklega“ og yppti öxlum. „Ég hætti að leika mér með honum fyrir nokkrum árum vegna þess að við vorum ekki í sama skóla. En  hann er góður strákur.“