Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 15:00

Bernhard Gallacher: „Glaður að vera á lífi“

Bernard Gallacher fyrrum atvinnumaður í golfi og fyrrum fyrirliði Ryder Cup liðs Evrópu fékk hjartaáfall á árinu og var um stund óttast um líf hans og talið að hann myndi ekki hafa það af. Hann var á hóteli á leið á fund – það næsta sem hann man var að vakna á spítala og hann hafði misst viku úr lífi sínu. Talið er að hinn 64 ára Gallacher sé einugis á lífi vegna þess að hótelið í Skotlandi, þar sem hann átti að halda ræðu, var með hjartastuðtæki. „Þetta er skrítin tilfinning en það mun vera algengt að menn séu með minnistap eftir svona hjartastopp. Ég missti af öllu dramanu.“ Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 14:45

Tiger: „Golfið hefir breyst“

Tiger Woods, 37 ára náði aftur 1. sæti heimslistans í ár og vann 5 mót á árinu 2013, þannig að árið hefir verið honum gott. En þetta er samt líka 5. árið í röð sem honum hefir mistekist að sigra á risamóti. Síðasta risamótstitil sinn í golfinu vann Woods s.s. allir vita á Opna bandaríska í júní 2008. „Golfið hefir breyst. Þetta er orðin ný kynslóð stráka,“ sagði hann í viðtali við Gulf Today.  „Ég hef líklega spilað oftar gegn Ernie Els en nokkrum öðrum því hann spilar í svo mörgum alþjóðlegum mótum; næstoftast hef ég líklega spilað á móti Vijay (Singh) og Phil (Mickelson) sá þriðji.  En í gegnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 14:30

Sergio Garcia styður fótboltalið heimabæjar síns á Spáni

Sergio Garcia hefir ekki bara áhuga á golfi heldur einnig fótbolta. Þannig er hann forseti heimaklúbbs síns CF Borriol, í heimahéraði sínu Castellon á Spáni. Hann fær að æfa með liðinu og af og til að spila og eins styður hann CF Borriol fjárhagslega og hefir varið miklum peningum í allt uppbyggingarstarf innan knattspyrnuklúbbsins. „Þetta er gaman og hvenær sem ég er heima fæ ég að æfa og spila svolitið hér og þar með þeim. Á þessu keppnistímabili hef ég líklega leikið svona í 5 leikjum, sem er ekki mikið en þetta er skemmtilegt sagði Garcia í Living Golf þættinum á CNN Sjá með því að SMELLA HÉR:  (Skrollið niður Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 12:00

Afmæliskylfingur dagsins: Steinunn Kristinsdóttir – 24. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Steinunn Kristinsdóttir. Hún er fædd Aðfangadag 1952 og á því 61 ára afmæli í dag. Steinunn Kristinsdóttir Steinunn er hjúkrunarforstjóri á heilsugæslunni Lágmúla og hefir tekið þátt í golfmótum hjúkrunarfræðinga og staðið sig vel!!! Komast má á facebook síðu Steinunnar til þess að óska henni til hamingju með afmælið hér að neðan Steinunn Kristinsdóttir (61 árs) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:  John Ball, f. 24. desember 1861 – d. 2. desember 1940 ; Robert J. Shaw, f. 24. desember 1944 …… og …….. Choice Tours Iceland (61 árs) Guðrún Emilía Kolbeinsdóttir (43 ára) Sitthvad Til Sölu (33 ára) Solveig Hreidarsdottir Friðrikka Auðunsdóttir (45 ára) Stekkjastaur Jólasveinn (108 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 11:45

Jólakveðjur frá nokkrum liðsmönnum sigurliðs Solheim Cup 2013

Á heimasíðu Evrópumótaraðar kvenna hafa undanfarna daga verið að birtast jólakveðjur frá nokkrum kylfingum í sigurliði Evrópu í Solheim Cup nú á árinu. Smellið á nafn viðkomandi kylfings til þess að lesa kveðjur viðkomandi: AZAHARA MUÑOZ CARLOTA CIGANDA GIULIA SERGAS KARINE ICHER  

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 11:30

PGA: Hverjir eru líklegastir til stórafreka árið 2014? – Myndskeið

Spurningin stóra er hvaða kylfingur þykir á þessu ári 2013 hafa leitt líkum að því að hann muni hreint út sagt blómstra á árinu 2014? Mun Tiger aftur vinna risamót 2014? Heldur Adam Scott áfram að sigra í risamótum? Kemur Phil á óvart nú þegar hann ætlar að spila í færri mótum og mæta ferskur til leiks í hvert sinn? Á McIlroy „comeback“ eftir slælegt ár? Spurning hvort svona vangaveltur eigi rétt á sér því alltaf eru einhverjir sem koma á óvart, sbr. Henrik Stenson, sem ekki þótti líklegur til stórræðna í upphafi árs 2013, en sló svo rækilega í gegn.  Já, það væri bara ekkert gaman ef ekkert óvænt Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 24. 2013 | 10:30

George O´Grady: „Ég hef fengið að gjalda fyrir Sergio Garcia ummælin í Wentworth.“

George O’Grady hefir átt betri ár en 2013. Framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar hlaut mikla gagnrýni, þ.á.m. frá stórkylfingum fyrir skipulag fyrstu Final Series. En einnig nú í maí s.l. voru gagnrýnisraddir gegn framkvæmdastjóranum háværar þegar hann reyndi að koma Sergio Garcia til varnar vegna „djúpsteikta kjúklings commenti“ Sergio við Tiger, en beindi þar með allri athygli að sér. Í beinni sjónvarpsútsendingu sagði O´Grady: „Flestir vina Sergio eru litaðir kylfingar frá Bandaríkjunum.“  Hann var undireins undir harðri gagnrýni frá kynþáttaréttindahópum og fréttamönnum vegna fornlegs orðalags síns. Framkvæmdastjórastaða hans þótti jafnvel vera í hættu á tímabili. Nú í fyrsta sinn tjáir O´Grady sig um Wentworth atburðinn og allri neikvæðninni sem beint var að honum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 23:30

Afmæliskylfingur dagsins: Daníel Chopra —– 23. desember 2013

Afmæliskylfingur dagsins er Daníel Chopra.  Daniel Samir Chopra fæddist 23. desember 1973 í Stokkhólmi og á því 40 ára merkisafmæli í dag!!! Hann á sænska móður og indverskan föður og fluttist 7 ára til Indlands, þar sem hann ólst upp hjá föðurforeldrum sínum. 14 ára sigraði hann All-India Junior Golf Championship. Árið 1992 gerðist Chopra atvinnumaður í golfi. Á árunum 1996 til 2002 spilaði hann á Evróputúrnum og náði stundum ekki að endurnýja kortið sitt, en árið 2004 komst hann á PGA Tour. Árið 2007 vann hann fyrsta mót sitt á PGA Tour þ.e Ginn sur Mer Classic í Tesoro. Eftir tvö önnur PGA Tour mót náði hann að sigra að nýju á PGA Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 23:00

Kaymer og Ko segja þjálfurunum sínum upp

Leiðir Lydiu Ko og þjálfara hennar til langs tíma, Guy Wilson, hafa skilið. Þau tvö hafa starfað saman frá því Ko var 5 ára og á 10 árum hefir Wilson áorkað því að Ko er nr. 4 á heimslistanum aðeins 15 ára. Sem ástæðu skilnaðarins sagði Lydia að Wilson væri skuldbundinn í verkefnum í Nýja-Sjálandi og það þýddi að hún gæti aðeins hitt hann 10 sinnum á ári. „Þetta virkar ekki fyrir mig og það er þess vegna sem mér fannst betra að hafa þjálfara sem væri staðsettur einhvers staðar í Bandaríkjunum,“ sagði Ko m.a. „Við höfum varið miklum tíma saman s.l. 10 ár og á þeim tíma hef ég Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 10:30

Lee Westwood ekki með í Ryder Cup?

Nú eru „bara“ 9 mánuðir í næstu Ryder Cup keppni. Eins og staðan er nú lítur svo út að Lee Westwood verði ekki með, …. nema hann verði eitt af „villtu kortum“ fyrirliða Evrópu, Paul McGinley. Ef hann ætlar sér að vera með í Gleneagles verður Westy að spila mun betur fyrstu 6 mánuði ársins 2014 en hann hefir gert síðustu 6 mánuði ársins sem er að líða. Þetta er alger synd því einungis Sir Nick Faldo, Bernhard Langer, Colin Montgomerie og Seve Ballesteros hafa safnað fleiri stigum fyrir Evrópu í Ryder Cup keppnum en hann frá því að hann spilaði fyrst í þessari vinsælu liðaholukeppni karla í Valderrama árið 1997. Lesa meira