Mason Kerr Stevens – Mynd sem Cristie Kerr tvítaði af barni sínu
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 22. 2013 | 17:00

Cristie Kerr eignast barn

Cristie Kerr og eiginmaður hennar Erik Stevens eignuðust soninn Mason Kerr Stevens.

Cristie Kerr

Cristie Kerr

Og ef ykkur finnst þið hafa sér Kerr í flestöllum mótum LPGA á þessu keppnistímabili, oft ofarlega á skortöflunni, þá skjátlast ykkur ekki.  Ekki að hún hafi verið að spila golf ólétt …. nei hún og eiginmaður hennar fengu staðgöngumóður til þess að ganga með barn þeirra.

„Ykkur til upplýsingar þá er þetta okkar barn. 100%,“ sagði Cristie á Twitter. „Ég er ekki fær um að ganga með börn mín af læknisfræðilegum ástæðum. Ég vildi að ég gæti það.“

Litli strákurinn fæddist 8. desember og hún þakkaði öllum fyrir árnaðaróskirnar sem fjölskyldunni hafa borist.

Hún bætti við: „Barnafötin með segulunum eru æði! Það þarf engar tölur“