
Olazabal gagnrýnir EurAsia Cup – Evrópa vann Asíu í Royal Trophy
José María Olázabal hefir gagnrýnt stofnun hinnar nýju Ryder bikars keppni, EurAsia Cup, milli liða Evrópu og Asíu, sem hefst í Malasíu á næsta ári og er samstarfsverkefni Evópumótaraðarinnar og Asíutúrsins. (Asíutúrinn sá áður um mót kínverska golfsambandsins áður en það kaus fremur að OneAsia túrinn skyldi sjá um þau mót).
Olázabal var fyrirliði liðs Evrópu í Royal Trophy þar sem lið Asíu þurfti aðeins 3,5 stig úr 8 ltvímenningsleikjum lokadagsins í dag til sigurs. Leikar fóru hins vegar svo að Asía hlaut aðeins 2,5 stig þ.e. Kiradech Aphibarnrat vann leik sinn gegn Paul Lawrie 3&2; Thongchai Jaidee vann leik sinn gegn Stephen Gallacher og Kim K.T. hélt jöfnu gegn Alvaro Quiros. Aðrir 5 leikir liðs Evrópu unnust – þannig að lið Evrópu vann með 1 stigi.
Þetta var í 7. sinn sem Royal Trophy fór fram en mótinu var komið á laggirnar 2006 af Seve Ballesteros og nýtur stuðnings Japan Golf Tour og kínverska golfsambandsins China Golf Association (CGA) þ.e. OneAsia Tour. Einhverrra hluta vegna hætti Evrópumótaröðin stuðningi við mótið og telst það ekki eitt af mótum mótaraðarinnar í dag.
Að mati Olázabal hefðu aðilar innan Evrópumótaraðarinnar og ólíkra aðila í Asíu átt að setjast niður og ræða málin um að gera Royal Trophy að hinum eina og sanna, veglega Ryder heimsálfanna.
Hann sagði m.a.: „Ég veit að Evrópumótaröðin styrkti mótið í tvö ár og síðan varð aðskilnaður,“ sagði Olazabal í yfirlýsingu í gær. „En mér finnst að það verði að setjast niður og ræða við Royal Trophy fólkið og sættast vegna þess að það er mikilvægt.“
„The Royal Trophy mun halda áfram jafnvel þó mótið njóti ekki stuðnings Evrópumótaraðarinnar, vegna þess að það nýtur gríðarlegs stuðnings frá Japan Golf Tour og kínverska golfsambandinsins og annarra mikilvægra aðila í Asíu.“
„Ég veit að skipuleggjendur vilja að báðir aðilar settust niður og leystu málin.“
Royal Trophy fór nú fram í Kína í fyrsta sinn, Brunei var gestgjafi í fyrra og fimm ár þar áður fór mótið fram í Thaílandi.
Meðan að í fyrsta mótinu tóku stjörnur frá Evrópu á borð við Nick Faldo og Ian Woosnam þátt og eins sá sem þá var nr. 12 á heimslistanum, David Howell, Svíinn Henrik Stenson og Paul McGinley þá skortir Royal Trophy dagsins í dag álíka stjörnuglans. Thongchai Jaidee var sá hæst rankaði í mótinu þ.e. nr. 46 á heimslistanum og síðan var Howell að keppa aftur fyrir Evrópu, en hann er nr. 93 á heimslistanum.
Thongchai mun verða fyrirliði liðs EurAsiu Cup í mars n.k. en Olázabal telur að nýja mótið sé ekki nauðsynlegt og framkvæmdastjóri Evrópumótarðarinnar ætti að einbeita sér að stofnun nýrra höggleiksmóta milli heimsálfanna í staðinn.
„Við þörfnumst ekki annarrar Asia g. Evrópu liðaholukeppni með 20 keppendum þegar við erum nú þegar með Royal Trophy,“ sagði Olázabal. „En við þörfnumst fleiri höggleikskeppna og ég veit að aðrir leikmenn eru sammála mér.“
Nýja EurAsiu Cup er 3 daga keppni sem fram fer í Glenmarie Golf and Country Club í Kuala Lumpur 27.-29. mars 2014 og þar er Miguel Angel Jiménez fyrirliði Evrópu.
Ein aðalstjarnan í Royal Trophy var hins vegar Thorbjörn Olesen sem átti 24 ára afmæli í gær – sjá næstu grein á undan hér á Golf 1. Hann vann m.a. tvímenningsleik sinn í dag gegn Wu Ashun 3&2 og halaði inn mikilvægt stig fyrir lið Evrópu, sem tæplega verður talið hafa verið með „sterkasta lið sitt“, en vann engu að síður 5. sigur sinn í Royal Trophy.
Til þess að sjá lokastöðuna á Royal Trophy SMELLIÐ HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi