Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 21. 2013 | 16:45

Hnéð gaf sig hjá Lindsey

Lindsey Vonn missti hlið í keppninni í Val d´Isere í dag og sagði að hnénu hefði verið um að kenna.

„Ég meiddi mig ekkert meira en ég er nú þegar sár,“ sagði Vonn við fréttamenn.

„Því miður er ég með ACL (anterior cruciate ligament) og þau meiðsl urðu til þess að hnéð á mér brást í dag.“

„… ég var með þungan á hægra skíðinu og hnéð bara gaf sig. Ég reyndi að setja pressu á skíðið aftur og það (hnéð) bara gaf sig eftir. Ég átti aldrei möguleika á að ná þessu hliði, því miður.“

Lindsey meiddist sem kunnugt er í Schladming í Austurríki s.l. febrúar og meiðslin tóku sig upp við æfingar hennar í Copper Mountain, Colorado, í síðasta mánuði.

Hins vegar virtist allt vera að snúa til betri vegar í Lake Louise í Kanada fyrir 2 vikum þegar hún skaust uppúr 40. sætinu sem hún var í eftir fyrsta brun sitt í 5. sætið eftir keppni í Super-G, sem haldið var 2 dögum síðar.

Nú eru aftur uppi vangaveltur um hvort 2. besti kvenskíðamaður heims sem sigrað hefir 59 heimsbikara, 3 færri en Anne Marie Moser-Proell frá Austurríki, muni ná að keppa aftur í fyrra formi og áður.

„Þetta var svo sannarlega ekki endurkoman sem ég bjóst við,“ sagði Lindsey vonsvikin.

„Þetta var í fyrsta sinn sem Tiger fylgdist með heimsbikarskeppni og ég var að vona að vinna 60. sigur minn sem gjöf til hans.“

Lindsey sagði að hún yrði að læra að lifa með meislum sínum og aðlaga tækni sína til þess að minnka álag á hnéð.

Lindsey var samt bjartsýn að hún myndi geta keppt í Sochi í febrúar.

„Ég ætla að halda mig við svipað plan og ég hafði áður. Ég verð bara að vera varkárari hversu mörgum keppnum ég tek þátt í.“

„Ég á á hættu að skaða hnéð meira og meniscus-inn minn. Þannig að ég ætla að vera örugg og keppa lítið. Kannski í svona 1-2 mótum fyrir Ólympíuleikana.“

Lindsey missti af mótunum í St. Moritz s.l helgi og sagði í viðtali við Reuters að hún myndi líklega ekki snúa aftur fyrr en í mótinu í Cortina d’Ampezzo 16. janúar n.k., en það er mikill uppáhaldsstaður hennar þar sem hún hefir sigrað 7 sinnum.

Eftir óhapp Vonn hafði athygli fréttamanna öll beinst að henni vegna viðveru nr. 1 á heimslistanum, Tiger.

„Hann sagði mér að hann væri ánægður að vera hér og sagðist áhyggjufullur hvað væri að gerast með mig,“ sagði Vonn.

Keppinautar hennar óskuðu henni góðs bata sem fyrst.  Þannig sagði heimsbikarsmeistarinn Tina Maze: „Ég talaði aðeins við Tiger í lokahliðinu. Hann var ekkert „happa“ í dag fyrir hana. Ég er virði þau bæði mjög mikið og vona að Lindsey nái sér fljótt.“

Maze varð í 2. sæti á eftir svissnesku stúlkunni Marianne Kaufmann-Abderhalden, sem náði sér í fyrsta heimsbikarstitil sinn.