Nýju stúlkurnar á LET 2014: Laura Jansone (2/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady , Laura Lesa meira
Tiger ætlar að verja meiri tíma með Lindsey og börnunum
Lindsey Vonn keppir í dag í heimsbikarnum í bruni í Val d’Isere, Frakklandi og er undir aukinni pressu, þar sem Tiger er mættur á svæðið að fylgjast með henni. Lindsey hefir verið dugleg að fylgjast með Tiger á þeim mótum sem hann hefir spilað í, en þetta er í fyrsta sinn sem Tiger hefir sést á móti sem Lindsey keppir í, síðan hann staðfesti í mars s.l. að þau væru saman. Fyrsta mótið sem hún keppti í eftir slys sitt í Schladming í Austurríki, þ.e. við Lake Louise í Kanada, missti Tiger af þar sem hann var gestgjafi í móti sínu: World Challenge í Thousand Oaks, Kaliforníu. Fjórtánfaldur risamótsmeistarinn (Tiger) og Lindsey Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum: Connor Arendell (20/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 4 stráka, sem deildu 8.-11. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir James Morrison, Stuart Manley, Wade Ormsby og Connor Arendell, en af þeim hafa allir nema Connor Arendell þegar verið kynntir. Allir léku þeir á samtals 12 undir pari, 416 höggum og hlutu € 4.085 í verðlaunafé. Í dag verður Connor Arendell kynntur en hann varð í 8. sæti í Q-school, lék á (72 70 71 65 70 68). Connor Arendell var í hóp Bandaríkjamanna sem voru næstfjölmennastir strákanna 27 sem komust á Evrópumótaröðina eða 4, næstir á eftir enskum kylingum sem Lesa meira
GSÍ: Afrekshópar 2014 valdir
Úlfar Jónsson fráfarandi landsliðsþjálfari og Ragnar Ólafsson liðsstjóri hafa valið þá kylfinga sem skipa munu afrekshóps GSÍ á næsta ári. Úlfar og Ragnar munu brúa bilið þangað til nýr til landsliðsþjálfari hefur verið ráðinn. Framundan næsta sumar eru mörg spennandi verkefni, svo sem Evrópumót karla, kvenna, pilta og stúlkna, auk annara verkefna. Því er til mikils að vinna að leggja hart að sér við æfingar í vetur, og umfram allt kappkosta að góðri einbeitingu og gæðum á æfingum. Aukaæfingar skipta gríðarlega miklu máli fyrir ykkur til að ná sem mestum framförum. „segir Úlfar Jónsson í tilkynningu sinni til kylfingana um valið. Í afrekshóp GSÍ 2014 eru 54 kylfingar; 17 úr Lesa meira
Um grein Michael Kelly: „Góðar ástæður fyrir golfklúbbum þar sem körlum er einum veitt félagsaðild“ (2/5)
Ein af ástæðunum, sem Michael Kelly nefnir í grein sinni í The Scotsman: „Good reasons for male-only clubs“ (Lesa má greinina með því að SMELLA HÉR:) fyrir tilverurétti golfklúbba þar sem aðeins karlmenn mega eiga félagsaðild að er að það sé ekki ólöglegt að útiloka konur. M.ö.o. löggjafinn bannar ekki klúbba þar sem konum er bannað að gerast félagar. Það má m.a. sjá í eftirfarandi setningum í grein hans; í upphafi: Male-only clubs have the legal right to keep out women and while it is legal, they must not be persecuted for excercising it (Lausleg þýðing: Golfklúbbar sem einungis heimilar körlum félagsaðild hafa lagalegan rétt til að útloka konur og meðan að það er Lesa meira
Andri Þór í 12. sæti eftir 2. dag Dixie Amateur
Andri Þór Björnsson, GR, lék 2. hringinn á Diixie Amateur í gær, en mótið fer fram í Heron Bay Golf Club í Coral Springs, Flórída. Mótið stendur dagana 19.-22. desember 2013. Það var því miður 10 högga sveifla á hringjum Andra Þór þ.e. hann lék 1. hringinn á 6 undir pari, 66 höggum en 2. hringinn á 4 yfir pari 76 höggum. Samtals er hann því búinn að spila á 2 undir pari, 142 höggum (66 76) og deilir sem stendur 12. sætinu. Þátttakendur í mótinu eru 219 þannig að árangur Andra Þór er glæsilegur. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. hring Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR:
Afmæliskylfingur dagsins: Jennifer Song —— 20. desember 2013
Það er Jennifer Song sem er afmæliskylfingur dagins. Hún fæddist 20. desember 1989 í Ann Arbor, í Michigan og er því 24 ára í dag. Hún komst á LPGA í gegnum góðan árangur sinn á Futures Tour 2010 og var 2011 því fyrsta árið hennar á túrnum. Árið 2009 sigraði hún bæði í US Women´s Amateur Public Links og US Women´s Amateur. Hún er 4. kylfingurinn í sögunni til þess að sigra bæði mótin og aðeins önnur af 2 kylfingum til þess að sigra bæði mót sama árið. Song ólst upp í Suður-Kóreu en fluttist með foreldrum sínum til Bandaríkjanna og er í dag með tvöfaldan ríkisborgararétt. Í Kóreu var hún í Taejon Lesa meira
GKG: Góð æfingaaðstaða í Kórnum
Æfingaaðstaða GKG er opin í Kórnum fyrir félagsmenn GKG og nú er um að gera að nýta sér hana og æfa vel í vetur! Opið er alla daga, nema þegar æfingar barna- og unglingastarfsins eru í gangi. Mán-fim: 08-14:45; 20:00-22:00 Fös: 08-14:45; 17:00-22:00 Helgar: Allan daginn, nema þegar púttmót eða aðrir viðburðir eru í gangi, en það verður auglýst með fyrirvara. Við biðjum alla iðkendur um að ganga vel um svæðið og skilja ekki eftir golfbolta á flötinni eða í netunum. Þetta er okkar aðstaða og við berum ábyrgð á að hún sé snyrtileg. Athugið að golfskór eru ekki leyfðir, af hreinlætisástæðum og til verndar gervigrasinu. Heimild: GKG Höfundur: Úlfar Jónsson
Andri Þór efstur á Dixie Amateur e. 1. dag!
Andri Þór Björnsson, GR, tekur þátt í Dixie Amateur Championship, sem fram fer á Heron Bay Golf Club, í Coral Springs, Flórída. Mótið stendur dagana 19.-22. desember 2013. Eftir 1 hring er Andri Þór í efsta sæti ásamt Richard Donegan, sem einnig er háskólanemi og spilar með Florida Atlantic University. Báðir spiluðu á 6 undir pari, 66 höggum. Andra Þórs er getið í Miami Herald í dag þar sem segir m.a. um hann: „ Bjornsson was not only soaking in his good round but also the sunshine as he hails from Iceland and now plays for Nicholls State in Louisiana.“ (Lausleg þýðing: Andri Þór (Björnsson) naut ekki aðeins góðs hrings síns Lesa meira
GK: Skötuveisla á Þorláksmessu
Hin árlega skötuveisla verður haldin í golfskála Keilis 23. des. til styrktar unglinga- og afreksstarfi. Boðið verður uppá hádegismat í tveimur hópum kl 11:30 og kl 12:30. Húsið er opið öllum meðan húsrúm leyfir. Miðaverð 3.200 kr. Vinsamlegast bókið borð í síma Hraunkots 5653361 eða á hraunkot@keilir.is










