Andri Þór Björnsson, GR. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 09:00

Andri Þór lauk leik í 58. sæti

Andri Þór Björnsson, GR, tók þátt í Diixie Amateur Championship, en mótið fór fram í Heron Bay Golf Club, í Coral Springs, Flórída.

Mótið stóð dagana 19.-22. desember 2013 og lauk því í gær.

Samtals lék Andri Þór á 8 yfir pari, 296 höggum (66 76 76 78) og varð í 58. sæti af 219 þátttakendum.

Eftir 1. dag var Andri Þór í 1. sæti eftir stórglæsilegan hring upp á 6 undir pari, 66 höggum, en náði því miður ekki að fylgja því eftir.

Engu að síður flottur árangur hjá Andra Þór, sem varð meðal topp 30% þátttakenda.  Sigurvegarar mótsins urðu Jack Maguire og „heimamaðurinn“ Curtis Thompson, bróðir LPGA kylfingsins Lexi Thompson, en báðir léku á 15 undir pari, 273 höggum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Dixie Amateur SMELLIÐ HÉR: