Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 23. 2013 | 10:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Victoria Lovelady (3/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg:   Bonita Bredenhann,  Lucy WilliamsVictoria Lovelady , Laura Janson og Charlotte Thompson.

Búið er að kynna Charlotte Thompson og Lauru Jansone og í dag verður sú stúlka kynnt sem varð í 29. sætinu: Victoria Alimonda Lovelady, frá Brasilíu Hún lék á  71 77 69 71 74 á lokaúrtökumótinu.

Vicky Alimonda Lovelady

Vicky Alimonda Lovelady

Victoria Lovelady fæddist 29. nóvember 1986 í Kólombíu og er því 27 ára.  Hún byrjaði að spila golf 12 ára. Victoría lék í bandaríska háskólagolfinu í 4 ár með liði University of Southern California. Meðal hápunkta á golfferli hennar til þessa (fyrir utan að komast á Evrópumótaröðina) er eftirfarandi:

Hún varð í 2. sæti árið 2007 í Los Angeles Open.
Hún var hluti árið 2008 af NCAA Women’s Golf Championship liðinu meðan hún var enn í  University of Southern California.
Hún á í beltinu 1 sigur í einstaklingskeppni í bandaríska háskólagolfinu.
Hún sigraði 1 sinni á Golden State Tour, árið 2010.

Victoria gerðist atvinnumaður í golfi eftir útskrift frá South Cal 2009. Frá árinu 2010 hefir hún spilað á SYMETRA TOUR þ.e. 2. deild kvennagolfsins í Bandaríkjunum á eftir LPGA.

Meðal áhugamála Victoríu er að spila á gítar, semja lög og vera á seglbretti. Aðspurð í viðtali um að nefna hluti sem fæstir vissu um hana svaraði hún svo að hún ætti 4 systur og hefði lært þýsku í 7 ár.

Sjá má ítarlegt viðtal sem fréttafulltrúi SYMETRA TOUR átti við Lovelady í fyrra þ.e. árið 2012 SMELLIÐ HÉR: