Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 14:45

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Michael Lundberg (23/27)

Í dag verður lokið að kynna þá 3  stráka, sem deildu  5.-7.  sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir John Hahn, Adrien Saddier og Michael Lundberg. Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum og hlutu € 5.240,- í verðlaunafé. Hahn og Saddier hafa þegar verið kynntir og því verður nú Michael Lundberg kynntur sem varð í 5. sæti.  Lundberg lék á 69 68 70 71 66 71 í lokaúrtökumótinu. Michael Lundberg fæddist 13. ágúst 1973 og var því fertugur á árinu.  Hann tók einnig þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í fyrra þ.e. 2012 og varð þá í 2. sæti á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 14:00

9 afmælisgjafahugmyndir fyrir Tiger

Tiger Woods á afmæli á morgun – verður 38 ára!  Vefsíða nokkur birti 9 afmælisgjafahugmyndir fyrir Lindsey um hvað hún gæti gefið Tiger í afmælisgjöf.  Frábært að eiga afmæli 30. des …. og fá að opna enn fleiri pakka!!! Hér koma afmælisgjafahugmyndirnar: Nr. 1   38 ára afmælisbolur Nr. 2 Íkornagildra Í forsetabikarskeppninni setti Lindsey íkorna á bak Tiger, sem öllum fannst voða fyndið …. nema Tiger.  Sjá myndskeið frá þessari uppákomu með því að SMELLA HÉR:   Gjöfin er meira táknræn til að bæta fyrir fyrri misgjörðir. Nr. 3 Skíðatímar í Vail Tiger og Lindsey hafa sést á skíðum saman og Lindsey upplýsti í viðtali að  Tiger vildi gjarnan bæta skíðakunnáttuna. Lindsey er Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 13:30

Kylfingar og jólapeysurnar

Kylfingar hafa verið duglegir að tvíta myndir af sér í jólapeysum.  T.a.m. tvítaði Luke Donald meðfylgjandi mynd hér að ofan af sér og var að grínast í Ian Poulter að hann væri í því nýjasta úr IJP fatalínunni (þ.e. föt sem Ian Poulter hannar)! Síðan tvítaði hann aðra mynd af sér  í sömu peysu og Díönu konu sinni og nokkrum vinum í „ljótra-jólapeysu-partýi.“  Sjá hér að neðan: Ian Poulter birti síðan eftirfarandi mynd af sér á jóladag – þar er hann ekki í neinni jólapeysu en í súpermanbúningi – hmmm, verið að vinna í andlegu hlið golfsins um jólin? En svo við höldum okkur við jólapeysuþemað þá tvítaði Rory eina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 08:00

Kylfingurinn Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013

Kylfingurinn Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 í gærkvöldi með viðhöfn af Samtökum Íþróttafréttamanna…. að vísu fyrir afrek á sviði knattspyrnu, en Gylfi Þór leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspurs. Gylfi er fæddur 8. september 1989 og því 24 ára. Hlaut Gylfi Þór 446 stig af 500, en 25 af 26 félögum SÍ nýtti sér atkvæðisrétt sinn. Í 2. sæti varð Aníta Hinriksdóttir,  frjálsum íþróttum, með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, handbolta, varð í 3. sæti með 236 stig. Tveir kylfingar voru meðal tilnefndra Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem hlaut 15 stig (13.-14. sæti af 23) og Valdís Þóra Jónsdóttir, sem hlaut 2 stig (22. sæti af 23). Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 18:00

Afmæliskylfingur dagsins: Martin Kaymer —— 28. desember 2013

Það er nr. 39 á heimslistanum, þýski PGA risamótstitilshafinn Martin Kaymer, sem er afmæliskylfingur dagsins. Kaymer fæddist 28. desember 1984 í Düsseldorf í Þýskalandi og svo skemmtilega vill til að hann er 29 ára í dag. Hann heldur heimili bæði í Mettmann í Þýskalandi og í Scottsdale, Arizona og æfir í eyðimörkinni þar – en við þannig aðstæður virðist hann kunna vel við sig  s.s. 3 sigrar hans á Evrópumótaröðinni í Abu Dhabi bera vitni um.  Kaymer gerðist atvinnumaður 2005 og hefir á þeim tíma sigrað 19 sinnum, þar af 10 sinnum á Evrópumótaröðinni. Fræknasti sigur hans til þessa  er þó á PGA Championship risamótinu, árið 2010 og eins var Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 16:30

PGA: Phil og Tiger ekki með í TOC

TOC eða m.ö.o. Tournament of Champions mótið markar ekki lengur upphaf keppnistímabils PGA, þó það sé fyrsta mótið á dagskránni hjá PGA Tour á hverju ári. Enn einu sinni hafa Tiger Woods og Phil Mickelson tilkynnt að þeir muni ekki taka þátt í mótinu þó báðir eigi keppnisrétt á því, þar sem þeir unnu mót ár árinu 2013, en einungis sigurvegarar hvers árs á PGA Tour fá keppnisrétt í mótinu. Jafnframt munu Graeme McDowell, Justin Rose og Henrik Stenson, ekki taka þátt. Meðal þátttakendanna 30 er sigurvegarar frá 2013 og upphafi 2013-2014 keppnistímabilsins. Þ.á.m. eru sá sem á titil að verja Dustin Johnson og Masters sigurvegarinn Adam Scott, sem spila mun í mótinu Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 16:00

GHG: Fannar Ingi Steingrímsson íþróttamaður Hveragerðis 2013

Fannar Ingi Steingrímsson kylfingur hjá GHG var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis árið 2013við hátíðarathöfn sem fram fór á vegum Hveragerðisbæjar í Listasafni Árnesinga. Fannar Ingi hefur æft íþrótt sína af miklum metnaði og sjálfsaga. Fannar Ingi er þroskaður íþróttamaður þrátt fyrir ungan aldur og er fyrirmynd jafnt innan vallar sem utan. Helstu afrek ársins má nefna vallarmet, 61 högg, á Strandarvelli á fullorðinsteigum (gulum teigum) en þar fór hann einnig holu í höggi og var með átta fugla. Í öllum unglingalandsliðsverkefnum ársins hefur hann á mótum leikið undir pari vallanna. Fannar tók þátt í nokkrum alþjóðlegum mótum erlendis þar sem hann stóð sig mjög vel en þar má nefna Finnish International Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 15:30

Alfreð Brynjar og Ólafía Þórunn í golfi á jólum – Myndskeið

Hann flýgur fljótt tíminn og það er eins og það hafi verið í gær sem meðfylgjandi myndskeið birtist af þeim Alfreð Brynjari og Ólafíu Þórunni Kristinsbörnum í golfi í Grafarholtinu á jólum. Samt eru nú liðin 3 ár. Ólafía Þórunn er núverandi Íslandsmeistari í holukeppni og í Golfklúbbi Reykjavíkur meðan Alfreð Bryjar er s.s. flestir vita í Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, en bæði hafa þau orðið klúbbmeistarar í golfklúbbum sínum. Hér má rifja upp myndskeiðið skemmtilega sem faðir þeirra, Kristinn Gíslason útbjó SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 13:45

Palmer bjargar jólunum – Myndskeið

Andi jólanna kemur sterkt fram í meðfylgjandi myndskeiði þar sem frægðarhallarkylfingurinn og golfgoðsögnin Arnold Palmer „hringir í jólasveininn“ en saman bjarga þeir tveir jólunum hjá börnum sem dveljast þurfa á sjúkrahúsi yfir jólin. Það er svo sannarlega gott að Palmer er í beinu sambandi við sveinka! Andi jólanna endurspeglast m.a. í gleðinni – þ.e. gleðinni hjá börnunum yfir að fá gjafir að þau séu ekki gleymd af jólasveininum, sem kemst ekki niður strompinn – þar sem sjúkrahús hafa jú enga skorsteina og ekki síður gleðinni yfir að gefa. Meðal helstu góðverka Palmer, sem gefið hefir tilbaka til samfélagsins á svo ótal marga vegu, af þeim auðævum, sem hann hefir unnið Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 13:00

Charley Hull af pólsku bergi brotin (3/5)

Það er eitthvað svo ótrúlega venjulegt við Charley Hull – ólíkt mörgum undrabörnum, þá átti hún fremur venjulega æsku jafnvel þó hún væri með afburðahæfileika í golfi.  Það eina óvenjulega er e.t.v. að foreldrar hennar samþykktu að taka hana úr skólanum 13 ára og kenna henni heima til þess að hægt væri að laga námið betur að allri golfþjálfuninni „Ég hef alltaf viljað njóta æskunnar,“ segir Charley. „Alveg eins og nú vil ég bara vera venjulegur táningur og þræta við vini mína á Facebook – jafnvel þó margir þeirra séu miklu eldri en ég, 22 eða jafnvel 23 ára. Mér semur alltaf við þroskaðra fólk en við getum enn verið Lesa meira