Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Adrien Saddier (22/27)
Í dag verður fram haldið að kynna þá 3 stráka, sem deildu 5.-7. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Þetta voru þeir John Hahn, Adrien Saddier og Michael Lundberg. Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum og hlutu € 5.240,- í verðlaunafé. Í dag verður franski kylfingurinn Adrien Saddier kynntur en hann varð í 6. sæti í Q-school, lék á (71 66 69 71 67 71). Saddier vann svo sannarlega fyrir korti sínu á Evrópumótaröðinni en hann tók þátt í öllum 3 stigum úrtökumótsins og var aðeins einn af 6 sem tókst að komst inn af 1. stiginu. Adrien var annar af Lesa meira
Hver spilar með DJ?
Í fyrsta sinn í sögu PGA Tour geta áhorfendur valið rásthóp í Hyundai Tournament of Champions, sem fram fer 3.-6. janúar í Kapalua Hawaii, Og ekki bara hvaða ráshóp sem er heldur þann sem spila á með DJ eða Dustin Johnson, sem á titil að verja. Allt fram til 30. desember er nefnlega hægt að kjósa um það með hverjum DJ spilar á 1. hring mótsins. Einungis er þó hægt að velja milli Adam Scott, Brandt Snedeker og Matt Kuchar. Eins er hægt að kjósa á Twitter og á þá að tvíta #VoteScott, #VoteKuchar eða #VoteSneds. Hægt er að kjósa með því að SMELLA HÉR: Það er Steve Shannon, sem ber ábygð Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Lucy Williams (4/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady , Laura Lesa meira
Rory vinsæll hjá kvenfólkinu
Rory McIlroy hefir unnið sér inn margar milljónir bandaríkjadala á golfi og með auglýsingasamningum. Í nýlegri könnun um kvenhylli ýmissa íþróttastjarna og annarra „þekktra“ manna kom í ljós að yfir 10% kvenna á Norður-Írlandi gætu vel hugsað sér að næla sér í Rory undir mistilteini á jólunum. Sá sem var vinsælastur meðal kvenfólksins í könnuninni er bandaríski leikarinn Bradley Cooper (lék m.a. í Hangover þríleiknum) en ein af hverri 5 aðspurðri gat hugsað sér jólakoss frá honum. Í 2. sæti var söngvarinn Bruno Mars, með 15% atkvæða kvenna. Rory kemur ekkert illa út með sín 10% – er ofar í þessari skoðanakönnun en hann hefir verið í mótum undanfarið ár! Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Árni Páll Hansson – 27. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Árni Páll Hansson. Árni Páll er fæddur 27. desember 1968 og á því 45 ára afmæli í dag. Hann er í Golfklúbbi Reykjavíkur (GR) þar sem hann fæst m.a. við afreksþjálfun. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með daginn hér að neðan: Árni Páll Hansson, GR (45 ára) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Sherri Steinhauer, 27. desember 1962 (51 árs); Matthew Zions, 27. desember 1978 (35 ára); Helena Callahan, 27. desember 1986 (27 ára) ….. og ….. Júlíana Kristný Sigurðardóttir (15 ára) Unnar Geir Einarsson (19 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til Lesa meira
Jamie Donaldson kylfingur ársins í Wales
Jamie Donaldson hefir bætt annari rós í hnappagatið á fínu ári sínu, en hann var valinn kylfingur ársins af golfsambandi Wales. Árið hefir verið Donaldson, sem fæddur er í Pontypridd gott, en hann hóf 2013 á því að skjóta Tiger, Rory og fleirum ref fyrir rass með því að sigra á Abu Dhabi Championship í janúar. Eins varð hann í 2. sæti á Turkish Airlines Open og átti nokkra topp-10 árangra. Donaldson varð nr. 5 á peningalista Evrópumótaraðarinnar og er búinn að vinna sér inn meira en £2 milljónir. Jim, faðir Jamie Donaldson tók við verðlaununum fyrir hönd sonar síns en Jamie var vant við látinn að fylgjast með fæðingu annars barns Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Svavar Geir Svavarsson – 26. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Svavar Geir Svavarsson. Svavar Geir er fæddur 26. desember 1972 og á því 41 ára afmæli í dag! Hann er í Golfklúbbnum Oddi og sér m.a. um flugherminn í innaðstöðu GO í Kauptúni, sem allir ættu að nýta sér nú þegar veðrið er of kalt til þess að vera í golfi úti við. Golf 1 hefir einnig tekið viðtal við Svavar Geir sem lesa má með því að SMELLA HÉR: Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska honum til hamingju með afmælið hér að neðan: Svavar Geir Svavarsson (40 ára afmæli!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Willie Smith, dó 26. desember 1916; Antonio Lascuna, Lesa meira
Golfútbúnaður: Puma Monolite golfskór
Puma Monolite golfskórinn er hanaður fyrir alla svölu gæjanna sem leggja áherslu á gæðaíþróttaskó. Monolite skórinn er úr leðri og með styrktarbita sem tryggja stuðning og stöðugleika og súper léttan sóla sem stuðlar að auknum þægindum á og utan golfvallarins. Það eru flex grópir í framfæti sem veita skónum aukinn sveigjanleika og aukið jarðsamband. Áherslan var að búa til létta, þægindalega, takkalausa golfskó úr gæðahráefni. Monolite skórinn er einn með öllu segja framleiðendur. Ef þið eruð svo heppin að hafa fengið par í jólagjöf viljið þið aldrei fara úr þeim!
Afmæliskylfingur dagsins: Jean Françoise Luquin – 25. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Jean Françoise Luquin. Hann er fæddur 25. desember 1978 í Valence, Drôme í Frakklandi og á því 35 ára afmæli í dag. Jean Françoise býr í Cressiers, í Sviss. Hann á 9 ára son, Arthur. Jean Françoise gerðist atvinnumaður í golfi 1997. Hann náði ekki í gegn í lokaúrtökumótinu í Girona á Spáni fyrir Evrópumótaröðina, sem fram fór 10. -15. nóvember 2013 og spilar því 2014 á Áskorendamótaröðinni. Sem stendur er hann nr. 1422 á heimslistanum. Luiquin hefir sigrað 1 sinni á Evrópumótaröðinni og alls 5 sinnum á ferli sínum sem atvinnumaður. Aðrir frægir kylfingar eru: Mianne Bagger, 25. desember 1966 (47 ára); Nicholas Thompson, 25. desember 1982 (31 árs ) ….. Lesa meira
Gleðileg jól 2013!
Golf 1 óskar öllum kylfingum nær og fjær innilega gleðilegra jóla með þakklæti fyrir góðar viðtökur á árinu. Megi framtíðin færa okkur erni og fugla og mörg glæsileg pútt á nýja árinu!!! Golf 1 ønsker alle golf spillere nær og fjern glædelig jul med mange tak for den enestående modtagelse af Golf 1, í det passerende år. Må fremtiden bringe os alle eagles og birdies og mange pragtfulde putt í det nye år!!! Golf1 wishes all golfers near and far a heartfelt merry Christmas with thanks for the incredible receptions Golf 1 has received this past year! May the future hold many eagles, birdies and georgeous putts for you!!! Golf 1 souhaite à tous Lesa meira










