Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 13:30

Kylfingar og jólapeysurnar

Kylfingar hafa verið duglegir að tvíta myndir af sér í jólapeysum.  T.a.m. tvítaði Luke Donald meðfylgjandi mynd hér að ofan af sér og var að grínast í Ian Poulter að hann væri í því nýjasta úr IJP fatalínunni (þ.e. föt sem Ian Poulter hannar)!

Síðan tvítaði hann aðra mynd af sér  í sömu peysu og Díönu konu sinni og nokkrum vinum í „ljótra-jólapeysu-partýi.“  Sjá hér að neðan:

Frá „The ugly sweater partýi" Luke Donald, þar sem hann skartar peysunni „úr IJP fatalínunni".

Frá „The ugly sweater partýi“ Luke Donald, þar sem hann skartar peysunni „úr IJP fatalínunni“.

Ian Poulter birti síðan eftirfarandi mynd af sér á jóladag – þar er hann ekki í neinni jólapeysu en í súpermanbúningi – hmmm, verið að vinna í andlegu hlið golfsins um jólin?

Ian Poulter virðist líta á sig sem Súperman!

Ian Poulter virðist líta á sig sem Súperman!

En svo við höldum okkur við jólapeysuþemað þá tvítaði Rory eina sæta af sér í jólapeysu – þar sem hann lét fylgja með að Rúdolf og hann óskuðu öllum gleðilegra jóla.

Rory í Rúdolf hreindýra-jólapeysunni

Rory í Rúdolf hreindýra-jólapeysunni