Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 08:00

Kylfingurinn Gylfi Þór íþróttamaður ársins 2013

Kylfingurinn Gylfi Þór Sigurðsson var kjörinn íþróttamaður ársins 2013 í gærkvöldi með viðhöfn af Samtökum Íþróttafréttamanna…. að vísu fyrir afrek á sviði knattspyrnu, en Gylfi Þór leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham Hotspurs.

Gylfi er fæddur 8. september 1989 og því 24 ára.

Hlaut Gylfi Þór 446 stig af 500, en 25 af 26 félögum SÍ nýtti sér atkvæðisrétt sinn. Í 2. sæti varð Aníta Hinriksdóttir,  frjálsum íþróttum, með 288 stig og Guðjón Valur Sigurðsson, handbolta, varð í 3. sæti með 236 stig.

Tveir kylfingar voru meðal tilnefndra Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem hlaut 15 stig (13.-14. sæti af 23) og Valdís Þóra Jónsdóttir, sem hlaut 2 stig (22. sæti af 23).

Þetta var í 58. sinn sem kjörið fór fram, en s.l. 11 ár hafa fót-og handbolti skiptst á um að eiga íþróttamann ársins, en kylfingur hefir aldrei hlotið heiðurstitilinn „íþróttamaður ársins“ allt frá því verðlaunin voru fyrst veitt árið 1956, nema þegar menn eru vel að sér á tveimur vígstöðvum líkt og Gylfi Þór sem m.a. sigraði í opnu golfmóti í Öndverðarnesi 2012, sjá frétt Golf 1 þar um með því að SMELLA HÉR: 

Annars eru golf og veiðar aðaláhugmál íþróttamanns ársins 2013 utan knattspyrnunnar.

Þess mætti og geta að Gylfi Þór er bróðir núverandi klúbbmeistara GR, Ólafs Más Sigurðssonar.

Aðrir sem hlutu viðurkenningar af hálfu SÍ voru karlalandsliðið í knattspyrnu, sem valið var lið ársins 2013 og Alfreð Gíslason sem valinn var þjálfari ársins 2013.

Stig SÍ skiptust annars með eftirfarandi hætti: 

1 Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna – 446 stig

2. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar íþróttir– 288 stig

3. Guðjón Valur Sigurðsson, handbolti – 236 stig

4. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti – 206 stig

5. Kolbeinn Sigþórsson, knattspyrna – 189 stig

6. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna – 134 stig

7. Alfreð Finnbogason, knattspyrna – 73 stig

8. Helgi Sveinsson, íþróttir fatlaðra – 62 stig

9. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar – 41 stig

10. Aron Pálmarsson, handbolti – 32 stig

11. Jóhann Rúnar Skúlason, hestaíþróttir – 23 stig

12. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund – 16 stig

13. Norma Dögg Róbertsdóttir, fimleikar – 15 stig

14. Birgir Leifur Hafþórsson, golf – 15 stig

15. Guðbjörg Gunnarsdóttir, knattspyrna – 14 stig

16. Guðmundur Sverrisson, frjálsar íþróttir– 11 stig

17. Helena Sverrisdóttir, körfubolti – 7 stig

18. Dominiqua Alma Belanyi, fimleikar – 4 stig

19. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund – 4 stig

20. Aron Einar Gunnarsson, knattspyrna – 3 stig

21. Þóra Björg Helgadóttir, knattspyrna – 3 stig

22. Valdís Þóra Jónsdóttir, golf – 2 stig

23. Þórir Ólafsson, handbolti – 1 stig

Lið ársins:

1. A-landslið karla, knattspyrna – 125 stig
2. A-landslið kvenna, knattspyrna – 55 stig
3. Kvennalið Gerplu, hópfimleikar – 20 stig

Þjálfari ársins:

1. Alfreð Gíslason, handbolti – 54 stig
2. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, knattspyrna – 34 stig
3. Gunnar Páll Jóakimsson, frjálsar – 33 stig