Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 13:45

Palmer bjargar jólunum – Myndskeið

Andi jólanna kemur sterkt fram í meðfylgjandi myndskeiði þar sem frægðarhallarkylfingurinn og golfgoðsögnin Arnold Palmer „hringir í jólasveininn“ en saman bjarga þeir tveir jólunum hjá börnum sem dveljast þurfa á sjúkrahúsi yfir jólin. Það er svo sannarlega gott að Palmer er í beinu sambandi við sveinka!

Andi jólanna endurspeglast m.a. í gleðinni – þ.e. gleðinni hjá börnunum yfir að fá gjafir að þau séu ekki gleymd af jólasveininum, sem kemst ekki niður strompinn – þar sem sjúkrahús hafa jú enga skorsteina og ekki síður gleðinni yfir að gefa.

Meðal helstu góðverka Palmer, sem gefið hefir tilbaka til samfélagsins á svo ótal marga vegu, af þeim auðævum, sem hann hefir unnið sér inn yfir langan golfferil ,er stofnun barnaspítala Arnold Palmer í Orlando, sem er eitt af albestu barnasjúkrahúsum á sínu sviði.

Hér má sjá myndskeiðið þegar símtal frá Arnold Palmer bjargar jólunum hjá veikum börnum sem dvelja þurfa á sjúkrahúsi yfir jólin SMELLIÐ HÉR: