Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 14:45

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Michael Lundberg (23/27)

Í dag verður lokið að kynna þá 3  stráka, sem deildu  5.-7.  sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013.

Þetta voru þeir John Hahn, Adrien Saddier og Michael Lundberg.

Allir léku þeir á samtals 13 undir pari, 415 höggum og hlutu € 5.240,- í verðlaunafé.

Hahn og Saddier hafa þegar verið kynntir og því verður nú Michael Lundberg kynntur sem varð í 5. sæti.  Lundberg lék á 69 68 70 71 66 71 í lokaúrtökumótinu.

Michael Lundberg fæddist 13. ágúst 1973 og var því fertugur á árinu.  Hann tók einnig þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í fyrra þ.e. 2012 og varð þá í 2. sæti á lokaúrtökumótinu.  Þá skrifaði Golf 1 eftirfarandi kynningargrein um hann, sem lítið hefir breyst og má því skoða þá kynningu aftur með því að SMELLA HÉR: