Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 28. 2013 | 13:00

Charley Hull af pólsku bergi brotin (3/5)

Það er eitthvað svo ótrúlega venjulegt við Charley Hull – ólíkt mörgum undrabörnum, þá átti hún fremur venjulega æsku jafnvel þó hún væri með afburðahæfileika í golfi.  Það eina óvenjulega er e.t.v. að foreldrar hennar samþykktu að taka hana úr skólanum 13 ára og kenna henni heima til þess að hægt væri að laga námið betur að allri golfþjálfuninni

„Ég hef alltaf viljað njóta æskunnar,“ segir Charley. „Alveg eins og nú vil ég bara vera venjulegur táningur og þræta við vini mína á Facebook – jafnvel þó margir þeirra séu miklu eldri en ég, 22 eða jafnvel 23 ára. Mér semur alltaf við þroskaðra fólk en við getum enn verið kjánaleg og skemmt okkur.“

McQuade heldur því fram að andlegur styrkur Hull sé einn af bestu kostum hennar.  „Charley er algerlega öðruvísi milli eyrnanna,“ segir hann.

Hull líka við einfaldar setningar sbr.: „Allt sem ég í raun geri er að slá, finna hann (boltann) og slá hann (boltann aftur,“ og „Ég dey ekkert þó ég slái slæmt högg, eða hvað?“

Þetta óttaleysi hennar á e.t.v. rætur að rekja til pólskrar ömmu hennar, Irenu Pernak, en Charley er af pólsku bergi brotin. „Líf hennar var ótrúlegt,“ segir Charley um mömmu mömmu sinnar. „Ég hef ekki enn lesið bókina  [The Red Beads] sem rituð var um hana, en það er eflaust frá henni sem ég hef keppnisskap mitt. Hún varð að berjast mikið.“

Er amma hennar enn á lífi? „Ó, já. Hún er á elliheimili.“

„Hún býr í verndaðri íbúð,“ leiðréttir McQuade hana.

„Það er rétt,“ samþykkir Charley. „Joe, hversu gömul er Babi? U.þ.b. 87 ára?

McQuade segir að Irena sé 91 árs. Hull virðist feimin þegar hún reynir að segja einstaka sögu ömmu sinnar. „Ég veit að Rússarnir tóku Babi og settu hana í fangabúðir. Hún hitti afa minn og þau fóru milli fangelsa í Síberíu og Íran og þessum löndum – og þeim tókst að flýja. Joe, veistu smáatriðin?

Irina Pernak (amma Charley) vann fyrir pólsku andspyrnuhreyfinguna í 2. heimstyrjöldinni.  Bærinn hennar Lvov, var hertekinn af Þjóðverjum og síðan Rússum.  Þegar Irina var aðeins 15 ára neyddu Rússarnir hana í nautgripavagn og sendu hana í vinnubúðir í Síberíu. Pernak var síðan hluti litils hóps, sem tókst að flýja. Hópurinn flúði yfir alla Síberíu endilanga og urðu að berjast til þess að hafa í sig og á.  Þau enduðu í Baghdad þar sem Irina kynntist pólskum hermanni, Josef, sem hún giftist.   Eftir stríð var pólskum flóttamönnum s.s. Josef og Irenu Pernak veitt val um að hefja nýtt líf í Ameríku, Argentínu eða Bretlandi. Þau ákváðu að byrja nýtt líf í Kettering, Englandi.

Hull bendir á að golfbarátta hennar sé næstum því ómerkilega lítilvæg samanborið við baráttu ömmu sinnar. „Ég hefði átt að spyrja hana meira um þetta, en þið vitið hvernig þetta er þegar maður er ungur. Mamma var að reyna að fá mig til að tala pólsku en ég vildi það ekki.“

Finnst Charley hún vera pólsk eða Pólverji? Nei, ég er svo ensk. En mér finnst ég svolítið pólsk þegar ég tala um ömmu. Babi (amma Charley) er með Parkinsons, en ég er viss um að ég hef baráttugleðina frá henni. Ég óttast ekkert á golfvellinum, vegna þess að ég er bara að slá lítinn, hvítan bolta. Þetta snýst ekkert um líf og dauða.  Ég spilaði í Dubai fyrir skemmstu. Þar var þykkur kargi. Ég varð að slá yfir hann og vatnið og hélt að ég gæti það ekki. En svo hugsaði ég: „Þetta er bara leikur. Það er ekki eins og ég deyji ef ég slæ í vatnið. Þannig að ég sló fast og yfir vatnið og boltinn hlunkaðist á flötina. Ég hugsaði bara: „Hmmmm, þetta var gott!“