Bróðir Seve Ballesteros í hnútukasti við Evróputúrinn vegna EurAsia Cup
Evróputúrinn hefir verið vændur um að „stjórnast með og mistúlka“ ætlanir Seve Ballesteros með því að koma á fót keppni til höfuðs Royal Trophy milli Evrópu og Asíu. Í síðustu orðaskiptum aðila sem sífellt eru að fá beiskari undirtón sagði Vicente Ballesteros að setning EurAsiu Cup væri ekki það sem yngri bróðir hans og fimmfaldur risamótsmeistari, Seve, myndi hafa viljað. Sjöunda Royal Trophy mótið sem naut stuðnings Ballesteros fór fram í Dragon Lake golfklúbbnum í Kína í þessum mánuði en setningarmót EurAsia Cup fer fram í Kuala Lumpur 27.-29. mars 2014. Í þessari viku staðhæfði framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar að Seve „myndi hafa fagnað“ EurAsia Cup og að nýja mótið „nyti stuðnings fjölskyldu Seve Lesa meira
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Bonita Bredenhann (5/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg: Bonita Bredenhann, Lucy Williams, Victoria Lovelady , Laura Lesa meira
Ölvuðum Shane Lowry neitað um inngöngu á 5 stjörnu hótel
Írski kylfingurinn Shane Lowry, 26 ára, var vægast sagt ósáttur nú um jólin þegar honum var meinuð innganga á 5 stjörnu Shelbourne hótelið í Dublin. Þegar honum var tjáð að honum væri meinuð innganga sneri hann sér þegar til félagsmiðlanna og tvítaði að viðkomandi hótel hefði meinað „honum og vinum hans inngöngu.“ Aðspurður af hverju svo hefði verið tvítaði hann að 5 stjörnu hótelið „veitti ekki venjulegu fólki inngöngu.“ Shane Lowry, sem sigrað hefir tvívegis á Evróputúrnum, síðast fyrir ári síðan (nánar tiltekið 14. október 2012) á Opna portúgalska sagði að hann og vinir hans hefðu ekkert verið yfir um drukknir og hefðu aðeins verið búnir að svolgra í sig Lesa meira
10 tekjuhæstu íþróttamenn 2013
Þeir íþróttamenn sem unnu sér inn mest fé á árinu 2013 eru eftirfarandi: Nr. 1 Tiger Woods ($ 78 milljónir) – Það er afmæliskylfingur dagsins hinn 38 ára Tiger sem unnið hefir sér inn mest fé á árinu 2013. Það sem veldur þessu mikla fjárstreymi til hans eru ekki aðeins hreint verðlaunafé sem hann fékk fyrir að sigra í 5 af fyrstu 11 mótum á keppnistímabilinu á PGA Tour (það voru „bara $ 8,5 milljónir, sem hann fékk út úr því) heldur einnig veglegir styrktar- og auglýsingasamningar við Nike og Rolex. Jafnframt fékk Tiger veglegar summur fyrir það eitt að mæta í mótum í Abu Dhabi, Kína, Malasíu og í Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Gary Stal – (24/27)
Í dag verða kynntir þeir „strákar“, sem urðu í 3. og 4. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Á morgun ljúkum við árinu og kynningu á nýju „strákunum“ sem hlutu kortin sín í Q-school Evróputúrsins fyrir 2014 með því að kynna þá sem urðu í 1. og 2. sæti. Byrjað verður á kynningu á Gary Stal sem varð í 4. sæti. Hann lék á samtals 14 undir pari, 414 höggum (71 68 69 68 68 70) og hlaut € 7.200,- í verðlaunafé. Gary Stal fæddist í Decines nálægt Lyon í Frakklandi 9. febrúar 1992 og er því 21 árs og Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Helga Rut Svanbergsdóttir – 29. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins er Helga Rut Svanbergsdóttir. Helga Rut er fædd 29. desember 1982 og á því 31 árs afmæli í dag!!! Helga Rut byrjaði í golfi 10 ára gömul, þegar pabbi hennar sendi hana á golfnámskeið hjá GKJ. Þar kynntist hún vinkonum sínum Evu Ómarsdóttur, Katrínu Dögg Hilmarsdóttur, Snæfríði Magnúsdóttur og Nínu Björk Geirsdóttur og saman eru þær stöllur fyrir löngu orðnar landsþekktir kylfingar. Saman urðu þær Íslandsmeistarar í sveitakeppni kvenna 1998 og 2001. Af mörgum afrekum Helgu Rutar á golfsviðinu er e.t.v. rétt að geta að hún varð Íslandsmeistari í flokki stúlkna 16-18 ára árið 1999 og 2000. Hún varð stigameistari stúlkna 16-18 ára 1999 og 2000. Helga Rut keppti með liði Skandínavíu gegn Bandaríkjunum Lesa meira
GÓ: Aðalfundur í kvöld kl. 19:30
Aðalfundur Golfklúbbs Ólafsfjarðar verður haldinn í dag, sunnudaginn 29. desember nk. kl. 19:30 í félagsheimilinu Tjarnarborg. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 8. gr. laga GÓ. Stutt kynning á www.golf.is Veitingar í boði. Félagar eru hvattir til að fjölmenna!!!
GK: Áramótapúttmót Hraunkots
Þá er komið að hinu árlega Áramótapúttmóti Hraunkots sem fer fram á gamlársdag. Byrjað verður að pútta klukkan 10:00 og verður opið til klukkan 15:00. Glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt. Aukaverðlaun fyrir flesta ása, flest þrípútt og flesta tvista. Stinni verður með kaldan á kanntinum og allt fljótandi í snakki og ídýfum. Leiknir verða tveir 18 holu pútthringir og telur betri hringurinn í mótinu. Kylfingar eru hvattir til að koma og klára golfárið í Hraunkoti. Þátttökugjald einungis 700 krónur. Einnig verður golfskálinn opin fyrir þá sem vilja setjast niður og fara yfir golfsumarið. Heimild: Keilir.is
Mest lesnu fréttir Golf Channel 2013
Lesendur virðast elska eða hata (eða elska að hata) Tiger Woods. En það vita allir golffréttaritarar um allan heim að vinsælla fréttaefni finnst ekki. Sérstaklega þegar kemur að einhverjum skandölum honum tengdum s.s. svindli í golfi, sögum af honum og kærustu hans, Lindsey Vonn, eða fréttin af því í ár þegar kylfingurinn Sergio Garcia lét orð falla sem túlkuð voru sem kynþáttaníð í garð Tiger. Þetta sést best þegar skoðaðar eru 25 vinsælustu fréttir á einum stærsta golffréttamiðli heims: Golf Channel í Bandaríkjunum. Í 15 af 25 vinsælustu fréttum Golf Channel er Tiger fréttaefni. Þar bar hæst á árinu 2013 ósætti Tiger og Sergio Garcia, sem var langvinsælasta fréttaefnið á Lesa meira
Hæfileikar Charley Hull komu fljótt í ljós (4/5)
Það eru tveir þjálfara Charley Hull, sem hafa komið henni þangað sem hún er í dag. Þeim hefir tekist að draga fram og undirstrika eðlislæga hæfileika hennar. Jafnskjótt og þeir sáu hana spila gerðu þeir Kevin Theobald (golfkennari í Kettering golfklúbbnum á Englandi) og Lee Scarbow (sá sami og kenndi Ian Poulter) sér grein fyrir að frammi fyrir þeim var einstakur kylfingur. „Kevin sagði mér að slá fastar,“ sagði Hull. „Ég sló boltann eins og lítil stúka og hann sagði við mig: Nei, reyndu að slá eins og karlmaður (þ.e. kraftmeira). Ég var 6 ára þegar hann sagði mér þetta.“ „Lee hefir bætt tæknilegu hlið mína mikið. Hann fínpúsaði mig Lesa meira









