Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 14:00

9 afmælisgjafahugmyndir fyrir Tiger

Tiger Woods á afmæli á morgun – verður 38 ára!  Vefsíða nokkur birti 9 afmælisgjafahugmyndir fyrir Lindsey um hvað hún gæti gefið Tiger í afmælisgjöf.  Frábært að eiga afmæli 30. des …. og fá að opna enn fleiri pakka!!!

Hér koma afmælisgjafahugmyndirnar:

Nr. 1   38 ára afmælisbolur

38 ára afmælisbolur

38 ára afmælisbolur

Nr. 2 Íkornagildra

Í forsetabikarskeppninni setti Lindsey íkorna á bak Tiger, sem öllum fannst voða fyndið …. nema Tiger.  Sjá myndskeið frá þessari uppákomu með því að SMELLA HÉR:   Gjöfin er meira táknræn til að bæta fyrir fyrri misgjörðir.

Nr. 3 Skíðatímar í Vail

Tiger og Lindsey hafa sést á skíðum saman og Lindsey upplýsti í viðtali að  Tiger vildi gjarnan bæta skíðakunnáttuna. Lindsey er skíðagoðsögn í Vail, sem er heimsklassa skíðastaður og vinir hennar þar myndu eflaust taka Tiger í nokkra tíma.

Framtíðarmynd af Tiger á skíðum?

Framtíðarmynd af Tiger á skíðum?

Nr. 4 Under Armour úlpu

Ef Tiger á að koma til Sochi að fylgjast með kærustunni á skíðum á Ólympíuleikunum verður hann að gera það með stæl! Lindsey er með auglýsingasamning við Under Armour og því ætti að vera auðvelt fyrir hana að fá s.s. eina dumbrauða, hlýja Under Armour úlpu fyrir Tiger, sem klæða myndi hann vel, svo honum sé nú hlýtt meðan að hann fylgist með henni!

Under Armour úlpa

Under Armour úlpa

Nr. 5  Tiger hettupeysa

Undir úlpunni þarf Tiger að vera í einhverju hlýju og hvað er betra en hettupeysa með tígrisdýra eða „Tiger“ mynd?

Tiger hettupeysa

Tiger hettupeysa

Nr. 6 Kassi af Red Bull orkudrykk

Svo Tiger haldist orkumikill!

Nr. 7 Miðar á Rose Bowl

Miðar á Rose Bowl ruðningsboltaleik myndu eflaust gleðja Tiger, en hann fylgist gjarnan með bandaríska ruðningsboltanum og í ár er félagið hans Stanford að keppa.

Tiger er mikill stuðningsmaður Stanford liðsins - en hann var í Stanford háskóla

Tiger er mikill stuðningsmaður Stanford liðsins – en hann var í Stanford háskóla

Nr. 8 Tvíhneppt jakkaföt

Eftir að Lindsey sigrar 1-2 Ólympíumedalíur verður þeim skötuhjúum eflaust boðið í margar fínar veislur og því mikilvægt að Tiger glansi við hlið hennar.

Er tvíhnepptur smóking ekki tilvalin gjöf?

Er tvíhnepptur smóking ekki tilvalin gjöf?

Nr. 9 Mercedes Benz S-65 árg. 2015

Stuttu eftir að þau Tiger og Lindsey tilkynntu um að þau væru saman nú í vor hoppaði Tiger upp í Mercedes Benz S-65. Kannski Lindsey ætti bara að gefa honum 2015 árgerðina af bílnum í afmælisgjöf. Sjá má kynningarmyndskeið af bílnum með því að SMELLA HÉR: