Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 16:45

GK: Áramótapúttmót Hraunkots

Þá er komið að hinu árlega Áramótapúttmóti Hraunkots sem fer fram á gamlársdag. Byrjað verður að pútta klukkan 10:00 og verður opið til klukkan 15:00.

Glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt.  Aukaverðlaun fyrir flesta ása, flest þrípútt og flesta tvista.

Stinni verður með kaldan á kanntinum og allt fljótandi í snakki og ídýfum.

Leiknir verða tveir 18 holu pútthringir og telur betri hringurinn í mótinu.

Kylfingar eru hvattir til að koma og klára golfárið í Hraunkoti.

Þátttökugjald einungis 700 krónur. Einnig verður golfskálinn opin fyrir þá sem vilja setjast niður og fara yfir golfsumarið.

Heimild: Keilir.is