Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2013 | 13:00

10 tekjuhæstu íþróttamenn 2013

Þeir íþróttamenn sem unnu sér inn mest fé á árinu 2013 eru eftirfarandi:

Nr. 1 Tiger Woods  ($ 78 milljónir) – Það er afmæliskylfingur dagsins hinn 38 ára Tiger sem unnið hefir sér inn mest fé á árinu 2013. Það sem veldur þessu mikla fjárstreymi til hans eru ekki aðeins hreint verðlaunafé sem hann fékk fyrir að sigra í 5 af fyrstu 11 mótum á keppnistímabilinu á PGA Tour (það voru „bara $ 8,5 milljónir, sem hann fékk út úr því) heldur einnig veglegir styrktar- og auglýsingasamningar  við Nike og Rolex. Jafnframt fékk Tiger veglegar summur fyrir það eitt að mæta í mótum í Abu Dhabi, Kína, Malasíu og í Tyrklandi.

Nr. 2 Roger Federer ($ 72 milljónir) – tennis

Nr. 3 Kobe Bryant ($ 62 milljónir) – körfubolti

Nr. 4 LeBron James ($ 60 milljónir) – körfubolti

Nr. 5 Drew Brees ($ 51 milljón) – bandarískur ruðningsbolti

Nr. 6 Aaron Rodgers ($ 49 milljónir) – bandarískur ruðningsbolti

Nr. 7 Phil Mickelson ($ 49 milljónir) – golf.  „Phil the Thrill“ eins og hann er uppnefndur vestra nældi sér í 5. risamótstitil sinn á ferlinum þegar hann sigraði á Opna breska með glæsilegum 5 undir pari 66 höggum á lokahringnum.  Mestur hluti peninga sem Phil hlýtur er þó í gegnum auglýsinga- og styrktarsamninga, líkt og hjá Tiger …. í tilviki Phil eru það $ 40 milljónir.

Nr. 8 David Beckham ($ 47 milljónir) – fótbolti. Hann hætti glæstum fótboltaferli á þessu tímabili eftir að sigra með Paris St.Germain. Mestur hluti peninga hans á árinu er í gegnum auglýsingasamninga.

Nr. 9 Christiano Ronaldo ($ 44 milljónir) – fótbolti.

Nr. 10 Lionel Messi ($ 41 milljón) – fótbolti.