Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 29. 2013 | 16:30

Mest lesnu fréttir Golf Channel 2013

Lesendur virðast elska eða hata (eða elska að hata) Tiger Woods.

En það vita allir golffréttaritarar um allan heim að vinsælla fréttaefni finnst ekki.

Sérstaklega þegar kemur að einhverjum skandölum honum tengdum s.s. svindli í golfi, sögum af honum og kærustu hans, Lindsey Vonn, eða fréttin af því í ár þegar kylfingurinn Sergio Garcia lét orð falla sem túlkuð voru sem kynþáttaníð í garð Tiger.

Þetta sést best þegar skoðaðar eru 25 vinsælustu fréttir á einum stærsta golffréttamiðli heims: Golf Channel í Bandaríkjunum.

Í 15 af 25 vinsælustu fréttum Golf Channel er Tiger fréttaefni.  Þar bar hæst á árinu 2013 ósætti Tiger og Sergio Garcia, sem var langvinsælasta fréttaefnið á Golf Channel (fréttir þar um voru bæði í 1. sæti og 4. sæti yfir vinsælustu og mest lesnu golffréttir ársins)

Hér má sjá 10 mest lesnu fréttir á GolfChannel.com (hægt er að smella á viðkomandi frétt og lesa hana á ensku ef vilji er og rifja þar með upp helstu golffréttir ársins 2013 í Bandaríkjunum): 

1. Tiger: Sergio remark ‘wrong, hurtful, inappropriate’
2. Woods, Vonn officially announce they are dating
3. Report: Marshals didn’t give Woods OK to play shot in third round
4. Garcia apologizes for Woods ‘fried chicken’ remark
5. Woods’ drop reviewed; assessed two-shot penalty
6. Korda fires caddie mid-round; boyfriend totes bag
7. What We Learned: Bubba blames caddie for water ball
8.  Mickelson releases statement, apologizes for tax remarks
9.  With this victory: What Woods’ API win means
10.  Woods says being timed led to 3 1/2-foot miss

Síðan má líta á þær fréttir sem voru þær mest lesnu á GolfChannel.com árið 2013 þar sem Tiger kom ekki við sögu  (innan sviga er númer á hvar fréttin er í röðinni yfir heildina (þ.e. að Tiger fréttunum meðtöldum ):

1. (6) Korda fires caddie mid-round; boyfriend totes bag
2. (7) What We Learned: Bubba blames caddie for water ball
3. (8) Mickelson releases statement, apologizes for tax remarks
4. (11) USGA responds to Mickelson’s criticism of third hole
5. (16) Report: Singh admits to using banned substance
6. (17) Mickelson nearly forgets to register for PGA
7. (20) Caddie Scott takes blame for Bubba’s blowup
8. (22) Mickelson wins fifth major with final-round 66
9. (23) Weather updates at Merion Golf Club
10. (25) Mini-tour golfer shoots ultra-low 56