Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2013 | 14:15

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Bonita Bredenhann (5/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 5 stúlkur sem deildu 27. sætinu (voru jafnar í 27.-31. sætinu) og rétt sluppu inn á mótaröðina með skor upp á samtals 2 yfir pari, 362 högg:   Bonita Bredenhann,  Lucy WilliamsVictoria Lovelady , Laura Janson og Charlotte Thompson.

Búið er að kynna Charlotte ThompsonLauru Jansone og Victoriu Lovelady og Lucy Williams og  í dag verður sú stúlka kynnt sem varð í 27. sætinu: Bonita Bredenhann, frá Namibíu en hún er fyrsti kylfingurinn þaðan til að spila á LET.  Þess ber að geta að eftir 1. hringinn í úrtökumótinu voru hún og Valdís Þóra okkar jafnar en síðan fór allt á versta veg hjá Valdísi Þóru en Bonita hélt sínu striki, spilaði ekkert sérstaklega en rétt slapp inn á LET. Hún lék á   71 71 73 73 74 á úrtökumótinu.

Bonita komst fyrst á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna í fyrra eftir keppni í úrtökumóti í Marokkó, þ.e. sömu völlum og keppt var á nú og því var hún öllum hnútum kunnug. Golf 1 var með kynningu 2012 á Bonitu og má skoða hana með því að SMELLA HÉR: enda hefir ekki mikið breyst hjá Bredenhann, á 1 ári nema hvað hún er komin með gífurlega keppnisreynslu, sem greinilega nýttist henni vel í úrtökumótinu!