GMac kvænist aftur í Royal Portrush
Svo sem flestir sem fylgjast með golfi vita kvæntist nr. 14 á heimslistanum, Graeme McDowell (oft nefndur G Mac) sinni heittelskuðu, Kristínu Stape á Bahamas eyjum. Margir ættingja og vina G Mac sáu sér ekki fært að vera viðstaddir athöfina, þannig að hún var endurtekin s.l. sunnudag 30. desember 2013 í norður-írska bænum Portrush, þar sem hinn frægi Royal Portrush golfvöllur er, þar sem G Mac hefir unnið ýmsa sigra. Á sunnudaginn var einungis fjölskylda og nánir vinir GMac og Kristínar viðstaddir, en þau voru gefin saman í 2. sinn, nú í Ballywillan Presbyterian kirkjunni. Það var Rev Dr Stephen Williamson, sem gaf hjónin saman í 2. sinn og blessaði hinn 34 Lesa meira
Nýju stúkurnar á LET 2014: Karolin Lampert (6/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 högg: Hannah Ralph, Lucy Andre, Nina Muehl og Karolin Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Carlos Del Moral (27/27)
Hér verður loks kynntur sá kylfingur sem sigraði í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013 og lýkur þar með kynningum um „nýju stráka Evróputúrsins,“ á árinu 2013. Sigurvegari Q-school að þessu sinni varð Spánverjinn Carlos Del Moral. Carlos Del Moral lék á 26 undir pari á lokaúrtökumótinu, 402 höggum (67 71 69 63 65 67) – átti m.a. glæsilega 4. hring upp á 63 högg!!! Del Moral tók einnig þátt í Q-school Evrópumótaraðarinnar í fyrra, 2012 og rétt slapp þá inn á mótaröðina. Golf 1 skrifaði þá kynningu um Del Moral og þar sem lítið hefir breyst frá því að hún var Lesa meira
Inbee Park með golfafrek ársins 2013?
Nú keppast golffjölmiðlar við að rifja upp árið 2013, sem er að líða. Er mögulegt að golfafrek ársins 2013 hafi verið unnið af 25 ára kóreönskum kylfingi og það kvenkylfingi…. Inbee Park? Inbee átti svo sannarlega eftirminnilegt og sögulegt ár í golfinu, 2013, en hún sigraði á 3 risamótum kvennagolfsins af 5, sem er erfitt afrek á hvaða mótaröð heims sem er og LPGA, er þar að auki besta kvenmótaröð í golfinu í heiminum. Leita verður aftur til ársins 1986 þ.e. 27 ár aftur í tímann til þess að finna afreki Inbee hliðstæðu en það ár vann Pat Bradley (frænka Keegan Bradley) 3 risamót af 4 í kvennagolfinu. En afrek Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Fabrizio Zanotti (26/27)
Í dag verða kynntir efstu kylfingar þ.e. þeir sem urðu í verðlaunasætum þ.e. 1. og 2. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013 og lýkur þar með kynningum um „nýju stráka Evróputúrsins.“ Þetta voru hvorutveggja kylfingar, sem spilað hafa á Evróputúrnum, en gekk ekki nógu vel á keppnistímabilinu 2013 og urðu því að fara í Q-school til að endurnýja kortin sín. Þeir eru því ekki „nýjir“ á túrnum nema að því leyti að þeir tilheyra þessum lukkulega 27 stráka hópi sem spila 2014 á túrnum. Báðir komu þeir beint af túrnum á lokaúrtökumótið og höfðu því ekki eins mikið fyrir Lesa meira
Afmæliskylfingur Gamlársdags: Ólafur Árnason – 31. desember 2013
Afmæliskylfingur Gamlársdags 2013 er Ólafur Árnason. Ólafur er fæddur 31. desember 1962 og á því 51 árs afmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska honum til hamingju með daginn: Ólafur Árnason f. 31. desember 1962 (51 árs afmæli – Innilega til hamingju!!!) Aðrir frægir kylfingar sem áttu afmæli á Gamlársdag 2012 voru: Michael Francis Bonallack, 31. desember 1934 (79 ára); David Ogrin, 31. desember 1957 (56 ára); Eyþór K. Einarsson, GHG, 31. desember 1959 (54 ára); Shiho Oyama, 31. desember 1969 (44 ára); Bobby Gates, 31. desember 1985 (28 ára) ….. og …… Valtþór Óla f. 31. desember 1961 (52 ára ) Dagný Davíðsdóttir Lesa meira
Charley Hull farin að njóta afraksturs golfvelgengninnar (5/5)
Lee Scarbrow, fyrrum þjálfari Ian Poulter segir að Charley Hull sé mun hæfileikaríkari en fyrrum nemandi hans (Poulter). En Charley virðist miklu spenntari yfir að hafa fá Rolex úr sem nýliði ársins, – hún fékk það fyrr í mánuðnum í Dubai, en gat ekki tekið við því á réttum tímapunkti. „Omega Ladies mótið var á sama tíma þannig að ég gat ómögulega verið með Rolex úr þar. En ég fæ það fljótlega. Ég hef ekkert dekrað við mig að undanteknu tvennu. Þegar ég spilaði í fyrsta mótinu mínu í Marokkó og varð í 2. sæti keypti ég Mulberry handtösku handa mér. Það var svalt.“ „Eftir Solheim Cup keypti ég mér Lesa meira
Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2014: Marco Crespi (25/27)
Í kvöld verður kynntur sá kylfingur sem tók bronsið þ.e. varð í 3. sæti í Q-school Evrópumótaraðarinnar, sem fram fór á Catalunya golfvellinum, í Girona, á Spáni, 10.-15. nóvember 2013. Á morgun ljúkum við árinu og kynningu á nýju „strákunum“ sem hlutu kortin sín í Q-school Evróputúrsins fyrir 2014 með því að kynna þá sem urðu í 1. og 2. sæti. Það var Ítalinn Marco Crespi sem varð í 3. sæti í Q-school í ár, lék á samtals 15 undir pari, 413 höggum (71 70 67 68 67 70) og hlaut € 9.000,- í verðlaunafé. Marco Crespi fæddist í Monza á Ítalíu 5. nóvember 1978 og er því 35 ára. Í dag Lesa meira
Kynskiptingnum Bobbi Lancaster dreymir um að spila á LPGA – Myndskeið
Fyrir 3 árum hét læknirinn Bobbi Lancaster enn Robert Lancaster, en við kynskiptaaðgerðina var nafnið aðeins eitt af mörgu sem breyttist. Bobbi er í dag 63 ára og dreymir um að spila á LPGA. Hún segist vera högglengri en flestar kynsystur sínar, vegna magnsins af testosteróni sem hún var með mestan part lífs síns í líkamanum, en hún segir að í dag gæti hún alveg keppt við sér yngri konur á LPGA á jafnræðisgrundvelli. Eða í hennar eigin orðum: „Ég er ekki að sækjast eftir samúð. Kannski má búast við þessu þegar verið er að reyna að sameina 63 ára kynskipting sem lokið hefir mestallri samkeppni og er þar að Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Tiger Woods —— 30. desember 2013
Afmæliskylfingur dagsins í dag er Eldrick Tont „Tiger“ Woods. Tiger fæddist 30. desember 1975, í Cypress, í Kaliforníu og er því 37 ára í dag. Hann hefir spilað golf frá 2 ára aldri og þótti undrabarn, sjá má myndskeið með honum bráðungum, þar sem hann kom fram í sjónvarpsþættinum „The Michael Douglas Show“ ásamt Bob Hope, með því að SMELLA HÉR: Tiger 2 ára í The Mike Douglass Show Tiger ólst upp í Kaliforníu þar sem hann sigraði næstum öll mót í sínum aldursflokki og oft krakka sem voru mun eldri en hann. Tiger var aðeins 3 ára þegar hann spilaði 9 holur undir 50 höggum. Fyrsta skiptið sem það gerðist Lesa meira










