Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2013 | 14:00

Ölvuðum Shane Lowry neitað um inngöngu á 5 stjörnu hótel

Írski kylfingurinn Shane Lowry, 26 ára,  var vægast sagt ósáttur nú um jólin þegar honum var meinuð innganga á 5 stjörnu Shelbourne hótelið í Dublin.

Shelbourne hótelið í Dublin

Shelbourne hótelið í Dublin

Þegar honum var tjáð að honum væri meinuð innganga sneri hann sér þegar til félagsmiðlanna og tvítaði að viðkomandi hótel hefði meinað „honum og vinum hans inngöngu.“

Aðspurður af hverju svo hefði verið tvítaði hann að 5 stjörnu hótelið „veitti ekki venjulegu fólki inngöngu.“

Shane Lowry, sem sigrað hefir tvívegis á Evróputúrnum, síðast fyrir ári síðan (nánar tiltekið 14. október 2012) á Opna portúgalska sagði að hann og vinir hans hefðu ekkert verið yfir um drukknir og hefðu aðeins verið búnir að svolgra í sig nokkrum góðum eða eins og hann orðaði það á ensku „had only enjoyed a few quiet drinks.“

Nánar tiltekið hefði hann skolað niður tveimur bjórum, en sagði að þeim hefði verið meinaður aðgangur „vegna þess hvernig þeir litu út,“ jafnvel þó „þeir hefðu litið nógu vel út.“

Forsvarsmenn Shelbourne hótelsins neituðu að tjá sig um málið.