Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 30. 2013 | 15:00

Bróðir Seve Ballesteros í hnútukasti við Evróputúrinn vegna EurAsia Cup

Evróputúrinn hefir verið vændur um að „stjórnast með og mistúlka“ ætlanir Seve Ballesteros með því að koma á fót keppni til höfuðs Royal Trophy milli Evrópu og Asíu.

Í síðustu orðaskiptum aðila sem sífellt eru að fá beiskari undirtón sagði Vicente Ballesteros að setning EurAsiu Cup væri ekki það sem yngri bróðir hans og fimmfaldur risamótsmeistari, Seve, myndi hafa viljað.

Sjöunda Royal Trophy mótið sem naut stuðnings Ballesteros fór fram í Dragon Lake golfklúbbnum í Kína í þessum mánuði en setningarmót EurAsia Cup fer fram í Kuala Lumpur  27.-29. mars 2014.

Í þessari viku staðhæfði framkvæmdastjóri Evrópumótaraðarinnar að Seve „myndi hafa fagnað“ EurAsia Cup og að nýja mótið „nyti stuðnings fjölskyldu Seve og The Seve Ballesteros Foundation.“

Þar áður vitnuðu forsvarsmenn Evrópumótaraðarinnar í son Seve, Javier Ballesteros og sögðu hann styðja EurAsíu Cup.

Vicente Ballesteros og Ivan Ballesteros, frændi Seve og annar framkvæmdastjóra Royal Trophy Entertainment Group Limited, báru staðhæfingar  O’Grady’s tilbaka.

Í stuttu viðtali á AFP sagði Vicente: „George O’Grady segir að Seve myndi hafa fagnað þessu nýja móti sem þeir hafa komið á laggirnar til þess að reyna að skemma sögu og arf the Royal Trophy. Það er ekki satt.

„Seve var tilfinningalega mjög tengdur Royal Trophy. Ég er viss um að Seve myndi hafa fundist þetta nýja mót smekklaust og vanvirðandi.“

„Bróðir minn var mjg sanngjarn maður og hann myndi aldri styðja þess háttar óeinlægar aðgerðir. Ég hef engra persónulegra hagsmuna að gæta í Royal Trophy. Eini áhugi minn snýr að því að virða það sem Seve hugsaði og óskaði sér.“

„O’Grady hefir líka sagt að þetta nýja mót njóti stuðnings  Ballesteros fjölskyldunnar. Ég velti því fyrir mér hvað hann á við. Bróðir minn Baldomero og ég styðjum ekki þetta nýja mót.“

Og Ivan Ballesteros bætti við: „ Það sem hr O’Grady hefir sagt um Seve eru alger ósannindi. Seve myndi ekki hafa fagnað þessu (EurAsia Cup)… Ég er viss um að Seve hefði fyrirlitið þetta mót.“

„Það er ekki hægt að endurrita söguna. Ef Evróputúrinn og Asíutúrinn halda að við munum leyfa þeim að stjórna og mistúlka ætlanir Seve á slíkan ósmekklegan hátt, þá hafa þeir rangt fyrir sér.“

Royal Trophy,var upprunalega samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíumótaraðarinnar, en er nú aðeins stutt Japan Golf Tour, kínverska golfsambandinu og OneAsia Tour.

EurAsia Cup er hins vegar nýtt samstarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíumótaraðarinnar.