Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 10:00

Markmið Rory: 2 risatitlar 2014!

Rory McIlroy miðar að því að bæta fyrir vonbrigðaárið 2013 með því að sigra í 2 risamótum 2014. Það kom fram í viðtali sem hann átti við BBC. Hinn 24 ára Rory fór úr 1. sæti heimslistans niður í 6. sætið en sýndi nokkur batamerki í leik sínum á Opna ástralska í s.l. mánuði þegar hann eyðilagði „þrennuna“ fyrir Adam Scott, en Scott var þá búinn að sigra áður í Australian Masters og Australían PGA mótunum, en saman eru þessi 3 mót stærstu golfviðburðir ársins í Ástralíu. „Mér finnst ég vera mjög nálægt því (að ná gamla forminu) – ég er öruggur með leik minn og öruggur hvert á að Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 09:30

Inbee Park, Kenny Perry og Adam Scott valin kylfingar ársins af GWAA

Samband golffréttaritara í Bandaríkjunum (GWAA) tilkynnti að Adam Scott hefði verið valinn kylfingur ársins 2013.  Scott sigraði í 4 mótum á árinu þ.á.m. the Masters risamótinu, fyrstur Ástrala. Kosningin var naum því Tiger Woods vantaði bara 5 atkvæði til þess að ná titilinum af Scott. GWAA leit sérstaklega til sigra Scott seint á árinu, en fyrir utan að sigra á the Masters og the Barclays þá vann Scott tvívegis í Ástralíu og sigraði auk þess heimsbikarinn ásamt Jason Day. Í kvennaflokki var kosningin ekki nándar nærri eins spennandi – eiginlega sigraði Inbee Park með rússneskri kosningu 91% atkvæða og var vel að titlinum komin. Hún vann 6 sinnum í ár Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 09:00

DJ giftist Gretzky í haust

Nr. 16 á heimslistanum Dustin Johnson (DJ) er nú staddur í Kapalua, Hawaii, en þar hefst í dag mót meistaranna, Tournament of Champions (stutt: TOC) þ.e. þeirra sem sigruðu á PGA Tour á s.l. ári. DJ á titil að verja en mun ekki taka þátt vegna eymsla í háls- og hnakkavöðva. Hann átti að spila með Adam Scott. Í stað DJ mun Rory Sabbatini spila í mótinu. Aðspurður um hvað hefði gerst sagðist DJ hafa legið eitthvað skakkt og þetta hefði bara gerst. Á blaðamannafundi fyrir TOC tilkynnti DJ að hann myndi giftast dóttur hokkígoðsagnarinnar kanadísku Wayne Gretzky, þ.e. Paulinu næsta haust. „Við höfum ekki ákveðið giftingardaginn enn, en við Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 08:00

Hægur leikur og fækkun félaga áhyggjuefni golfklúbba

Of hægur leikur og minnkandi aðild manna að golfklúbbum eru mestu áhyggjuefni golfklúbba í Bretlandi skv. nýlegri skoðanakönnun Sky Sports. Of hægur leikur er aðaláhyggjuefnið og niðurstaðan birtist aðeins dögum eftir að Luke Donald kom fram og sagði að of hægur leikur gæti orðið til þess að sérstaklega yngstu kylfingarnir hyrfu frá golfíþróttinni. Yfir 250 golfklúbbar tóku þátt í skoðanakönnuninni og svöruðu 94% klúbba því játandi að meðalgolfhringur tæki of langan tíma og 91% voru á þeirri skoðun að vandamálið myndi eflaust minnka ef stjórnvöld innan golfíþróttarinnar tækju harðar á atvinnumönnum, sem léku of hægt. Um 70% klúbba sögðust hafa orðið fyrir fækkun í meðlimafjölda klúbba sinna s.l. 5 ár. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingar dagsins: Marólína og Björgvin – 2. janúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru hjónin Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Þau eru bæði fædd 2. janúar 1954 og eiga því 60 ára stórafmæli!!! Þau hjón eru bæði í Golfklúbbi Reykjavíkur. Komast má á facebook síðu Marólínu til þess að óska þeim Björgvini til hamingju með daginn þeirra hér að neðan: Marólína Erlendsdóttir og Björgvin Björgvinsson, GR. f. 2. janúar 1954. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru m.a.:  Andrea Perrino, 2. janúar 1984 (30 ára stórafmæli!!!)  ….. og ……. Börkur Gunnarsson f. 2. janúar 1970 (43 ára) Stefán Hrafn Jónsson f. 2. janúar 1968 (46 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingunum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 15:00

Golfsvipmynd dagsins: Frá Ásatúni

Þessi mynd var tekin á síðasta degi ársins 2013 á Ásatúnsvelli á Suðurlandi – velli sem margir eiga eftir óspilaðan og ættu endilega að drífa sig í að leika hann, nú með sumrinu 2014. Ásatúnsvöllur er gríðarlega skemmtilegur 9 holu völlur rétt hjá Golfklúbbi Flúða og þar fer árlega fram Topp-mótið. Það var sjálfur formaður Ásatúns og eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps, Sigurjón Harðarson, sem var að æfa sveifluna í Ásatúni. Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Sigurjón með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 13:45

Ernie Els skiptir yfir í Adams

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els hefir ritað undir golfútbúnaðarsamning til fjölda ára við framleiðandann Adams Golf. Skv. samningnum mun 4-faldi risamótsmeistarinn (Els) m.a. nota golfútbúnað Adams og vera með lógó fyrirtækisins á deri sínu og poka. „Sem leikmaður þá eru margir þættir sem skipta máli varðandi útbúnaðinn. Allt varðandi Adams heillar mig, allt frá  ákafa og orku  framámanna fyrirtækisins til rannsóknar- og þróunardeildar þeirra, sem og sterkra golfvara þeirra,“ sagði Els m.a. eftir undirritun samningsins. „Ég hef gengið til liðs við fyrirtæki þar sem nýjunargirni er hjartansmál í öllu sem þeir gera, þar sem gengið er langt fram til þess að koma í framkvæmd nýjum hugmyndum sem að lokum hjálpa leikmönnum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 13:00

Nýju stúkurnar á LET 2014: Nina Muehl (7/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi:   Hannah Ralph,  Lucy Andre, Nina Muehl  og Karolin Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 10:00

NÝTT!!! Fréttir frá Champions Tour og EST

Það er mikið ánægjuefni að tilkynna nýjustu viðbót við fréttaefni Golf 1 á nýja árinu 2014 – en það er umfjöllun frá mótum bandarísku Champions Tour þ.e. öldungamótaröð PGA. Þrír efstu á peningalistanum 2013 á Champions Tour voru þeir Kenny Perry, Bernhard Langer og Fred Couples og verður sérlega gaman að fylgjast með þeim köppum  og öðrum stórkylfingum, á næstu mánuðum, m.a. mönnum á borð við Sir Nick Faldo. Næsta mót á Champions Tour fer fram í Hawaii, en það er Mitsubishi Electric Championship á Hualalai golfvellinum í Ka’upulehu-Kona, þ.e. 17. janúar n.k. Jafnframt verður Golf 1 með umfjöllun um European Seniors Tour (skammst. EST), sem er hliðstæða Champions Tour.  Á þeirri Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 08:00

GSS: Arnar og Nína sigruðu í jólamótinu

Arnar Geir Hjartarsson og Nína Þóra Rafnsdóttir urðu hlutskörpust í jólamótinu í golfherminum á Sauðárkróki. Arnar gerði sér lítið fyrir og spilaði Castle Pines völlinn á 66 höggum eða 60 höggum þegar forgjöf hefur verið reiknuð inn í málið. Arnar sigraði  án forgjafar. Í öðru sæti varð Ingvi Þór Óskarsson á 69 höggum og þriðji Guðmundur Ragnarsson á 76 höggum. Með forgjöf sigraði Nína Þóra Rafnsdóttir á 57 höggum. Arnar Geir varð annar á 60 höggum. Þau Nína og Arnar hlutu í verðlaun glæsilega ostakörfu í boði Hlíðarkaups.