Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 09:30

Inbee Park, Kenny Perry og Adam Scott valin kylfingar ársins af GWAA

Samband golffréttaritara í Bandaríkjunum (GWAA) tilkynnti að Adam Scott hefði verið valinn kylfingur ársins 2013.  Scott sigraði í 4 mótum á árinu þ.á.m. the Masters risamótinu, fyrstur Ástrala.

Kosningin var naum því Tiger Woods vantaði bara 5 atkvæði til þess að ná titilinum af Scott. GWAA leit sérstaklega til sigra Scott seint á árinu, en fyrir utan að sigra á the Masters og the Barclays þá vann Scott tvívegis í Ástralíu og sigraði auk þess heimsbikarinn ásamt Jason Day.

Inbee Park

Inbee Park

Í kvennaflokki var kosningin ekki nándar nærri eins spennandi – eiginlega sigraði Inbee Park með rússneskri kosningu 91% atkvæða og var vel að titlinum komin. Hún vann 6 sinnum í ár á LPGA Tour þ.á.m. þvívegis á risamótum.

Þannig vann Inbee fyrstu 3 risamót ársins í kvennagolfinu:  Kraft Nabisco í mars;  LPGA Championship og síðan U.S. Women’s Open í júní. Henni mistókst að sigra í 4. risamótinu þar sem hún var undir smásjá heimsgolfpressunar og lauk keppni þar T-42, en engu að síður varð hún efst á peningalista LPGA og var valin leikmaður ársins á LPGA.

Þetta var því sögulegt ár fyrir hina 25 ára Inbee frá Suður-Kóreu. Aðeins Bobby Jones, Ben Hogan, Babe Zaharias og Tiger Woods hafa sigrað 3 risamótstitla í röð á sama ári.

Inbee hefir samtals sigrað í 9 LPGA mótum og er nr. 1 á Rolex-heimslista kvenna.

Kenny Perry

Kenny Perry

Kenny Perry var útnefndur kylfingur ársins í öldungaflokki af GWAA. Hann vann 2 risamót, the Senior Players Championship  í júní og U.S. Senior Open í júlí á the Champions Tour árið 2013.

Perry átti í erfiðleikum með að klára risamótin meðan hann var enn á PGA Tour, þannig varð hann í 2. sæti á  PGA Championship 1996 og í 2. sæti á the Masters 2009.

Masters 2009 var einkum sársaukafullt fyrir Perry þar sem hann var með skolla bæði á 17. og 18. holunum á lokahringnum og tapaði þannig.

En nú er Perry að blómstra á Champions Tour. Hann vann þannig einnig AT&T Championship  á Champions Tour í október og  Charles Schwab Cup.

Perry er 53 ára og hefir alltaf verið seinn til að springa út – en 11 af 14 titlum á PGA Tour komu eftir 40 ára afmælisdaginn!!!

Þessir ofantöldu 3 kylfingar ásamt bestu golffréttariturum ársins 2013 munu hljóta viðurkenningar í GWAA Awards Dinner miðvikudaginn 9. apríl n.k. í Augusta, Georgia.