Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 13:00

Nýju stúkurnar á LET 2014: Nina Muehl (7/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour).

Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014.

Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi:   Hannah Ralph,  Lucy AndreNina Muehl  og Karolin Lampert. L

Nina Muehl

Nina Muehl

Þýski kylfingurinn Karolin Lampert, hefir þegar verið kynnt og nú verður haldið áfram sem frá var horfið og austurríski kylfingurinn Nina Muehl kynnt, en hún varð í 25. sæti og er komin á Evrópumótaröð kvenna í 1. tilraun.  Lokaskor Nínu Muehl var  67 73 70 77 74.

Nina Muehl fæddist 17. janúar 1987 í Vín, Austurríki og er því 26 ára.  Hún er dóttir Franz og Manuelu Muehl. Nína hefir átt glæsilegan áhugamannsferil í heimalandi sínu, Austurríki og verið í golflandsliði Austurríkis frá árinu 2001, eða frá því hún var 14 ára.

Meðal hápunkta áhugamannsferilsins er að hún varð austurrískur meistari í holukeppni 2008 og varð í 2. sæti í sömu keppni 2007. Hún varð og í 13. sæti í Scottish Ladies Amateur.

Nína var í 4 ár í East Tennessee State University, sama skóla og Guðmundur Ágúst „okkar“ Kristjánsson, þar sem hún spilaði í bandaríska háskólagolfinu, með golfliði skólans og lagði stund á viðskiptafræði. Í bandaríska háskólagolfinu vann Nína til ýmissa afreka sem sjá má með því að SMELLA HÉR: Hún útskrifaðist 2011.

Nú er hún sem sagt komin á LET keppnistímabilið 2014!