GA: Samherji styrkir barna- og unglingastarf
Samherji hf. boðaði til móttöku í á dögunum í KA-heimilinu á Akureyri og afhenti við það tækifæri styrki til ýmissa samfélagsverkefna á Eyjafjarðarsvæðinu upp á rúmar 80 milljónir króna. Flestir styrkirnir voru gagngert veittir til að efla barna- og unglingastarf í íþrótta- og æskulýðsfélögum á Eyjafjarðarsvæðinu. Þetta er sjötta árið í röð sem Samherji afhendir slíka styrki. Þátttaka barna og unglinga í íþróttum er ómetanlegur í forvörnum og uppeldi. Samherji vill efla þjálfun og annað starf félaganna og um leið stuðla að því að sem flest börn og unglingar geti stundað þær íþróttagreinar sem hugur þeirra stendur til. Fjármununum skal varið til að lækka æfingagjöld barna og unglinga og/eða til Lesa meira
Paul Lawrie svarar fyrir sig
Í gær var afmælisdagur Paul Lawrie, en hann varð 45 ára. Og svona rétt til að gera daginn „skemmtilegri“ fyrir hann birtist grein á CBS Sports.com, nokkrum dögum fyrir afmælið, þar sem fremur óþekktur golffréttamaður, Evan Hilbert listar upp „10 verstu risamótssigurvegarana.“ Listinn var eftirfarandi: 10. sæti Steve Jones (1996 US Open winner), Ian Baker-Finch (1991 Open Championship), Wayne Grady (1990 PGA Championship), Larry Mize (1987 Masters), Todd Hamilton (2004 Open Championship), Michael Campbell (2005 US Open), Rich Beem (2002 PGA Championship), 3. sæti Paul Lawrie (1999 Open Championship), Orville Moody (1969 US Open), Shaun Micheel (2003 PGA Championship). Eftir 3. hring á Opna breska 1999 var Lawrie 10 höggum á Lesa meira
Adam Scott tekur ekki þátt í heimsmótinu í holukeppni
Masters meistarinn 2013 Adam Scott tekur þátt í móti vikunnar á PGA Tour, Tournament of Champions, sem hefst á morgun í Hawaii, en eftir það ætlar hann sér að taka 6 vikna frí og tekur þ.a.l. ekki þátt í Accenture heimsmótinu í holukeppni í Arizona. Þetta er í fyrsta skipti frá árinu 2002 að Scott sleppir því að taka þátt í heimsmótinu í holukeppni, en honum hefir aldrei gengið neitt sérlega vel í því móti. Scott hefir þannig dottið út í fyrstu umferð s.l. 3 ár og hann hefir ekki komist lengra en í 2. umferð frá árinu 2005, en þá var mótið haldið í La Costa Resort norður við Lesa meira
GKG: Kristófer Orri náði frábærum árangri í PARS Junior í Orlando
Þrír af efnilegustu kylfingum GKG eru staddir í jólafríi með fjölskyldum sínum í Orlando og tóku þátt í sterku unglingamóti á PARS Junior mótaröðinni. Mótið fór fram 28.-30. desember og var haldið á Orange County National, sem er mörgum Íslendingum að góðu kunnur, en íslenski landsliðshópurinn fór nokkur ár þangað í æfingaferðir. Einnig er þar haldið annað hvert ár lokakeppnin í úrtökumótinu um sæti á PGA mótaröðinni. Þeir Bragi Aðalsteinsson, Hlynur Bergsson og Kristófer Orri Þórðarson tóku þátt í mótinu og stóðu sig allir mjög vel og öðluðust góða og mikilvæga reynslu sem nýtist þeim á komandi tímabili. Kristófer náði frábærum árangri og lék hringina þrjá á aðeins 4 höggum Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir – 1. janúar 2014
Afmæliskylfingur Nýársdags í ár er Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir. Guðrún Ólöf er fædd 1. janúar 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska henni til hamingju með daginn hér að neðan: Guðrún Ólöf Þorbergsdóttir · 50 ára Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Mike Sullivan, 1. janúar 1955 (59 ára); Paul Lawrie, 1. janúar 1969 (45 ára)…… og ….. Utadborda Is · 34 ára Emil Thorarensen Portugal Golf Show · 24 ára Tuddi Útgáfa · 24 ára Fjölnir Su · 50 ára Baldvin Njálsson · 26 ára Gaby Golf Campanario · 43 ára Heaton Park · 102 ára Tálknafjörður Myndir · 109 ára Fallegustu Konur Íslands Ísland · 44 Lesa meira
Rory: Fyrsti sigurinn 2014 – hún sagði JÁ
Eiginlega var ætlunin að vera í fríi fyrsta dag ársins 2014. En þegar kemur að því að vera fyrst með fréttina um fyrsta sigur ársins 2014 hjá Rory McIlroy, þá verður ekki komist hjá að gera undantekningu. Rory og Caroline voru að tilkynna um trúlofun sína, en þau hafa verið saman frá árinu 2011. Rory er 24 ára; Caroline 23 ára. Rory tvítaði: „ Happy New Year everyone! I have a feeling it’s going to be a great year!! My first victory of 2014 #shesaidyes!!“ Lausleg þýðing: Gleðilegt nýtt ár öll! Hef á tilfinningunni að þetta eigi eftir að verða frábært ár! Fysti sigur minn 2014: HÚN SAGÐI JÁ!!“
Gleðilegt nýtt ár 2014!
Golf 1 óskar lesendum sínum svo og öllum kylfingum og landsmönnum nær og fjær gleðilegs nýs árs 2014, með mörgum gleðistundum í golfi á komandi ári. Golf 1 hefir nú verið starfandi í rúma 27 mánuði, þ.e. 2 ár , 3 mánuði og 6 daga og hafa á þeim tíma birtst rúmlega 7700 greinar, en þar af voru rúmlega 3200 skrifaðar á s.l. ári, 2013, sem þýðir 8.77 grein eða tæplega 9 birtar greinar um golf á hverjum einasta degi ársins, sem er mesta fréttamagn á vefsíðu um golf á Íslandi. Kylfingar innanlands, sem og vaxandi fjöldi erlendra kylfinga hafa tekið þessum yngsta golffréttavef Íslands framúrskarandi vel og umferð um Lesa meira
Vinsælasta fréttaefnið á Golf1 2013
Hér á Golf1.is er komin hefð fyrir því að taka saman nokkrar vinsælustu greinar á Golf1 í lok hvers árs. Hér fer vinsælasta efnið óflokkað, þ.e. ekkert flokkað niður eftir efnisflokkum, kyni eða því hvort efnið er íslenskt eða erlent. Þetta voru einfaldlega 10 vinsælustu greinarnar af 3300 birtum árið 2013, þ.e. þær greinar, sem lesendur Golf1.is smelltu oftast á: 1. sæti Vinsælasta golffréttaefnið á Golf1.is 2013 var eftirfrandi frétt: Intersport opnar nýja golfverslun – Myndasería. Birt 27. apríl 2013. Til þess að sjá greinina SMELLIÐ HÉR: 2. sæti Eagle – Ný golfverslun á Akureyri. Birt 9. maí 2013. SMELLIÐ HÉR: 3. sæti Hver er kylfingurinn: Jason Dufner? (Fyrri grein af 2). Lesa meira
GB: Frá Áramótinu – nokkrar myndir
Ný og glæsileg innanhúsaðstaða hefir verið tekin í notkun í Borgarnesi. Nýja æfingaaðstaðan er 300 fm og er staðsett að Brákarey. Þar er að finna allt sem prýða þarf fyrsta flokks æfingaaðstöðu innanhúss: stórt púttæfingasvæði, vippæfingasvæði og 4 æfingabásar. Í dag Gamlársdag 2013 var haldið Áramótið og fjölmenntu Borgnesingar á það. Meðfylgjandi myndir birti Bergsveinn Símonarson á facebook:
GK: Frá Áramótapúttmótinu – nokkrar myndir
Nú er nýlokið Áramótapúttmóti Hraunkots, sem fram fór í dag, Gamlársdag, en byrjað var kl. 10 og lokað kl. 15:00. Fjölmennt var enda glæsileg verðlaun í boði einsog ávallt .Leiknir voru tveir 18 holu pútthringir og taldi betri hringurinn í mótinu. Aukaverðlaun fyrir flesta ása, flest þrípútt og flesta tvista. Stinni var með kaldan á kanntinum og allt fljótandi í snakki og ídýfum. Helstu úrslit voru eftirfarandi: 1.sæti Ólafur Andri Davíðsson 26 pútt,14-12 2.sæti Hilmar Eiríksson. 26 pútt,13-13 3.sæti Birgir V.Björnsson. 27.pútt,15-12 bestur síðustu 3 Flestir ásar Ólafur Andri, flest tvípútt Daníel Freyr Ólafsson,flestir þristar Auður Björt Skúladóttir Hér eru nokkrar myndir frá púttmótinu (Myndir: Hraunkot):










