Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 10:00

NÝTT!!! Fréttir frá Champions Tour og EST

Það er mikið ánægjuefni að tilkynna nýjustu viðbót við fréttaefni Golf 1 á nýja árinu 2014 – en það er umfjöllun frá mótum bandarísku Champions Tour þ.e. öldungamótaröð PGA.

Þrír efstu á peningalistanum 2013 á Champions Tour voru þeir Kenny Perry, Bernhard Langer og Fred Couples og verður sérlega gaman að fylgjast með þeim köppum  og öðrum stórkylfingum, á næstu mánuðum, m.a. mönnum á borð við Sir Nick Faldo.

Næsta mót á Champions Tour fer fram í Hawaii, en það er Mitsubishi Electric Championship á Hualalai golfvellinum í Ka’upulehu-Kona, þ.e. 17. janúar n.k.

Jafnframt verður Golf 1 með umfjöllun um European Seniors Tour (skammst. EST), sem er hliðstæða Champions Tour.  Á þeirri mótaröð leika m.a. kappar á borð við Colin Montgomerie, Bernhard Gallacher og Sandy Lyle.

Golf 1 mun ekki aðeins vera með úrslitafréttir heldur leitast eftir megni að vera með kynningar á köppunum á Champions og European Seniors túrnunum, með svipuðum hætti og er með aðra kylfinga á öðrum mótaröðum; þ.e. í greinaflokknum: Hver er kylfingurinn?