Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 13:45

Ernie Els skiptir yfir í Adams

Suður-afríski kylfingurinn Ernie Els hefir ritað undir golfútbúnaðarsamning til fjölda ára við framleiðandann Adams Golf.

Skv. samningnum mun 4-faldi risamótsmeistarinn (Els) m.a. nota golfútbúnað Adams og vera með lógó fyrirtækisins á deri sínu og poka.

„Sem leikmaður þá eru margir þættir sem skipta máli varðandi útbúnaðinn. Allt varðandi Adams heillar mig, allt frá  ákafa og orku  framámanna fyrirtækisins til rannsóknar- og þróunardeildar þeirra, sem og sterkra golfvara þeirra,“ sagði Els m.a. eftir undirritun samningsins.

„Ég hef gengið til liðs við fyrirtæki þar sem nýjunargirni er hjartansmál í öllu sem þeir gera, þar sem gengið er langt fram til þess að koma í framkvæmd nýjum hugmyndum sem að lokum hjálpa leikmönnum á öllum getustigum að leika betur.“

Els, sem er nr. 27 á heimslistanum, var áður hjá Callaway og flutti sig til þess félags árið 2007 eftir að hafa þar áður verið hjá Titleist.