Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 10:00

Markmið Rory: 2 risatitlar 2014!

Rory McIlroy miðar að því að bæta fyrir vonbrigðaárið 2013 með því að sigra í 2 risamótum 2014.

Það kom fram í viðtali sem hann átti við BBC.

Hinn 24 ára Rory fór úr 1. sæti heimslistans niður í 6. sætið en sýndi nokkur batamerki í leik sínum á Opna ástralska í s.l. mánuði þegar hann eyðilagði „þrennuna“ fyrir Adam Scott, en Scott var þá búinn að sigra áður í Australian Masters og Australían PGA mótunum, en saman eru þessi 3 mót stærstu golfviðburðir ársins í Ástralíu.

„Mér finnst ég vera mjög nálægt því (að ná gamla forminu) – ég er öruggur með leik minn og öruggur hvert á að stefna,“ sagði McIlroy m.a. í BBC viðtalinu.

„Ég vann risamótstitil árið 2011 og 2012 en ekki árið 2013, þannig að ég reyni bara að bæta fyrir það með því að sigra í 2 risamótum í ár!“

„Mér finnst að leikur minn sé virkilega að koma aftur eftir að hafa farið til Ástralíu og sigrað,“ bætti Rory við.

„Að sigra Adam Scott þarna niðri var virkilega gaman og jafnvel þó það bæti ekki fyrir aðrar vikur ársins þá veitir það manni kraft fyrir árið 2014.“

„Ég átti engan séns á að vinna neitt risamótana á síðasta ári – ég kom mér bara ekki í vinningsstöðu.“

„Ég er svo miklu betri núna allan hringinn og svo miklu betri undir pressu en ég var vanur að vera, þannig að ef ég gef mér tækifæri í þessum mótum þá veit ég að ég hef gott tækifæri á sigri.“

„Ég átti ekki besta keppnistímabilið mitt 2013 en ég hef á tilfinningunni að ég muni bæta fyrir það á árinu 2014.“