Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 08:00

GSS: Arnar og Nína sigruðu í jólamótinu

Arnar Geir Hjartarsson og Nína Þóra Rafnsdóttir urðu hlutskörpust í jólamótinu í golfherminum á Sauðárkróki.

Arnar gerði sér lítið fyrir og spilaði Castle Pines völlinn á 66 höggum eða 60 höggum þegar forgjöf hefur verið reiknuð inn í málið.

Arnar sigraði  án forgjafar.

Í öðru sæti varð Ingvi Þór Óskarsson á 69 höggum og þriðji Guðmundur Ragnarsson á 76 höggum.

Með forgjöf sigraði Nína Þóra Rafnsdóttir á 57 höggum. Arnar Geir varð annar á 60 höggum. Þau Nína og Arnar hlutu í verðlaun glæsilega ostakörfu í boði Hlíðarkaups.