Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 19:30

Solheim Cup stjörnur á leið til Ástralíu

Tvær af skærustu stjörnum Solheim Cup 2013 eru nú á leið til Ástralíu þar sem þær munu taka þátt í Volvik RACV Ladies Masters, en mótið er nú haldið í 25. sinn. Þetta eru sænski kylfingurinn Caroline Hedwall og enski táningurinn Charley Hull – en jafnframt taka aðrar stórstjörnur þátt í mótinu þ.á.m. heimakonan og golfdrottningin Karrie Webb,  en auk þess líka Katherine Hull-Kirk, Rebecca Artis, Stacey Keating, Kristie Smith og Lindsey Wright. Mótið fer fram 6.-9. febrúar n.k. í RACV Royal Pines Resort. Caroline Hedwall, sem er mikil vinkona og fyrrum skólasystir Eyglóar Myrru Óskarsdóttur, GO,  í Oklahoma skaraði fram úr í Solheim Cup, en hún vann það einstæða afrek að sigra Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 19:00

Golfstöðin í loftið

Golfstöðin, ný sjónvarpsrás hóf útsendingar í gær, 3. janúar 2014, en hún verður með beinar útsendingar frá golfi í 50 vikur á ári. Sýnt verður frá öllu því besta sem íþróttin hefur upp á að bjóða, allra helst risamótunum fjórum sem og Ryder-keppninni. Fyrsta PGA-mót ársins, Tournament of Champions, hefst á Hawaii-eyjum í dag og verður sýnt frá því alla helgina. Þar keppa aðeins þeir kylfingar sem unnu mót á PGA-mótaröðinni á síðasta tímabili. Mótið hefur ávallt verið það fyrsta á nýju ári og um leið markað upphaf nýs keppnistímabils. Það breyttist reyndar í fyrra þegar ákveðið var að byrja nýtt tímabil í október en mótið heldur enn sínum sessi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 17:00

Afmæliskylfingar dagsins: Tinna Ósk og Þórður Emil – 4. janúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir:  Tinna Ósk Óskarsdóttir, GO,  og Þórður Emil Ólafsson, formaður GL. Tinna Ósk er fædd 4. janúar 1984 og á því 30 ára stórafmæli í dag. Fjölskylda Tinnu Ósk er þekktari í golfinu en frá þurfi að segja, foreldrar hennar báðir í golfi, sem og systur hennar tvær. Tinna Ósk byrjaði að spila golf 6 ára í Blommenslyst Golf Club í Óðinsvéum, meðan hún bjó enn með fjölskyldu sinni í Danmörku. Tinna Ósk hefir á golfferli sínum m.a. orðið  klúbbmeistari GKG, 2002 og í 2. sæti með kvennasveit GO, í sveitakeppni kvenna, árið 2007 og þá er aðeins fátt eitt talið.  Eins hefir hún verið golffararstjóri  hjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 14:30

Rose endurnýjar samninga við TaylorMade – Stenson áfram hjá Callaway

Henrik Stenson, nr. 3 á heimslistanum, upplýsti að hann hefði gert samning til fjölda ára við golfvörurisann Callaway, en í samningnum heitir hann því að nota áfram Callaway kylfur og nota lógó fyrirtækisins á poka sínum. Leikmaður ársins á Evrópumótaröðinni 2013, Henrik Stenson þakkar Callaway kylfium m.a. góðan árangur sinn á árinu 2013: en hann vann m.a. tvívegis á PGA Tour, varð í 2. sæti á Opna breska og 3. sæti á PGA Championship risamótunum, nú fyrir utan að vinna FedExCup og lokamót Evrópumótaraðarinnar og verða efstur á peningalistum beggja vegna Atlantsála. „Eftir að hafa átt besta keppnistímabil ferils míns 2013 með því að nota Callaway járn og tré, þá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 12:15

PGA: 4 efstir á TOC e. 1. dag

Það eru fjórir kylfingar, sem deila 1. sætinu eftir 1. dag á Tournament of Champions (stytt í TOC) þ.e. móti meistaranna, þ.e. sigurvegara síðasta keppnistímbils á PGA Tour. Mótið hófst í gær á Plantation golfvellinum í Kapalua, á Hawaii. Kylfingarnir 4 sem eru efstir eru: Jordan Spieth, Chris Kirk, Webb Simpson og Michael Thompson. Þeir léku allir fyrsta hring á 7 undir pari, 66 höggum. Jafnir í 5. sæti eru síðan aðrir 4 kylfingar sem allir voru á 6 undir pari, 67 höggum þ.e.: Jason Dufner, Ryan Moore, Kevin Streelman og Zach Johnson. Sjá má heildarstöðuna á TOC eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR:  Til þess að sjá Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 12:00

Frægir kylfingar: Charles Barkley: „Dræverinn minn var frosinn“

Körfuboltakappinn Charles Barkley er með eina undarlegustu sveiflu í golfi, sem þekkist. Hann er líka þekktur fyrir allskyns neyðarlegar uppákomur úti á golfvelli og sagt í gríni að enginn áhorfandi sé öruggur á vellinum þar sem Barkley er nærri. Ef spyrja ætti Charles Barklay að því hvað sé það neyðarlegasta sem komið hafi fyrir hann úti á golfvellinum, þá er eftirfarandi atburður sem náðist á meðfylgjandi myndskeið eflaust þar á meðal. Þar braut Barkley dræver sinn á 1. teig í góðgerðarmóti þar sem fjöldi áhorfenda var að.  Aðspurður eftir á af hverju hann hefði brotið dræverinn svaraði hann því til að „hann (dræverinn) hefði verið frosinn.“ Kylfan brotna var árituð Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 4. 2014 | 10:30

Obama gagnrýndur fyrir að spila of hægt golf

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, var í 12 daga jólafríi á Hawaii þar sem hann spilaði m.a. golf við forsætisráðherra Nýja-Sjálands, John Key og son þess síðarnefnda á táningsaldri, Max.  Sjá má myndskeið frá golfleik Obama og Key með því að SMELLA HÉR:  Obama er ekki óvanur gagnrýni, en sú nýjasta er að hann spili allt of hægt golf.  Hann spilar 18 holu hring á ríflega 5 klst, sem gangrýnisröddunum þykir of mikið og stundum allt upp í 6 tíma. Ást Obama á golfíþróttinni hefir auðvitað ekki farið framhjá helstu andstæðingum hans innan repúblíkanaflokksins og þessar stuðkanónur og brandarakarlar í Republican National Committee leggja t.a.m. forsetanum í munn „grín“áramótaheit og í ár Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 14:30

Afmæliskylfingur dagsins: Eygló Birgisdóttir – 3. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Eygló Birgisdóttir. Eygló er fædd 3. janúar 1964 og á því 50 ára merkisafmæli í dag!!! Eygló er í Golfklúbbi Akureyrar (GA). Komast má á facebook síðu Eyglóar til þess að óska henni til hamingju með stórafmælið hér að neðan: Eygló Birgisdóttir (50 ára – Innilega til hamingju með daginn!!!) Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru eftirfarandi: Francis Clement Newton, f. 3. janúar 1874 – d, 3. ágúst 1946; Fred Haas, 3. janúar 1916-d. 26. janúar 2004; Ashley Chinner, f. 3. janúar 1963 (51 árs); Ragnar Þór Ragnarsson, GKG,  3. janúar 1971 (43 ára); Trudi Jeffrey, 3. janúar 1970 (44 ára), Richard Finch 3. janúar 1974 (40 ára stórafmæli!!!); Maria Boden, 3. Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 12:30

Golfútbúnaður: Nýi PING i25 dræverinn – Myndskeið

Nýi PING i25 dræverinn kom á markað í gær 2. janúar 2014 í Englandi og Bandaríkjunum. Það nýjasta í hönnun drævera er að reyna að draga úr spinni og auka eða viðhalda horn höggstefnu (ens.: angle of launch).  PING i25 er nýjasta viðbótin við lág spinn drævera.  Hann er fjölefna, breytanlegur (ens. adjustable), með 460cc kylfuhöfuð og hannaður til að ná sem mestri lengd og nákvæmni þökk sé fjölda tækniatriða og efna og nýju útliti. Tvær svartar rákir ofan á kylfuhöfuðinu eiga að auka nákvæmni við mið. Hér má myndskeið með kynningu á nýja PING i25 drævernum SMELLIÐ HÉR:  Hér má sjá ýmsar upplýsingar varðandi nýja PING i25 dræverinn: Á Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 3. 2014 | 10:30

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Lucy Andrè (8/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 23. sætinu (voru jafnar í 23.-26. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals 1 yfir pari, 361 höggi:   Hannah Ralph,  Lucy Andre, Nina Muehl  og Karolin Lesa meira