Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 2. 2014 | 15:00

Golfsvipmynd dagsins: Frá Ásatúni

Þessi mynd var tekin á síðasta degi ársins 2013 á Ásatúnsvelli á Suðurlandi – velli sem margir eiga eftir óspilaðan og ættu endilega að drífa sig í að leika hann, nú með sumrinu 2014.

Ásatúnsvöllur er gríðarlega skemmtilegur 9 holu völlur rétt hjá Golfklúbbi Flúða og þar fer árlega fram Topp-mótið.

Það var sjálfur formaður Ásatúns og eigandi bifreiðaverkstæðisins Topps, Sigurjón Harðarson, sem var að æfa sveifluna í Ásatúni.

Sjá má eldra viðtal Golf 1 við Sigurjón með því að SMELLA HÉR: