Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 11:00

PGA: 3. hringurinn upp á 63 hjá Reed

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed er kominn með 7 högga forystu á næstu keppendur á Humana Challenge mótinu eftir þriðja spilaða hringinn, en hann náði í þriðja sinni skori upp á 9 undir pari, 63 högg í mótinu! Samtals er Reed búinn að spila á 27 undir pari, 189 höggum og stefnir í metskor hjá honum (63 63 63).  Stóri spenningurinn í kvöld er hvort hann klári mótið í stæl og nái ekki bara enn öðru skori upp á 63? Á 3 hringnum á PGA West (Nicklaus vellinum) fékk Reed 1 örn, 8 fugla og 1 skolla – 9 undir pari staðreynd! Tveir deila 2. sætinu á samtals 20 undir pari, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 09:00

145 kylfingar með ás 2013

Árið 2013 var mörgum kylfingum farsælt, þrátt fyrir lélegt golfsumar. Aldrei áður hafa eins margir, 145 kylfingar, náð draumahögginu. Fyrra metið var árið 2010 en þá voru 143 sem náðu draumahögginu. Að uppfylltum nokkrum einföldum formsatriðum þá verða allir kylfingar sem fara holu í höggi sjálfkrafa meðlimir í Einherjaklúbbnum. Klúbburinn var stofnaður af tíu þáverandi afreksmönnum á þessu sviði árið 1967 og hefur síðan haldið skrá yfir alla þá sem hafa farið holu í höggi. Án þess að gera lítið úr afreki flestra nýrra félaga í klúbbnum þá verður að teljast að afrek nokkurra nýliðanna hafa verið öðrum fremri. Ólöf María Einarsdóttir 14 ára kylfingur í Golfklúbbnum Hamri á Dalvík Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Tveir ánamaðkar hittast á förnum vegi. „Þetta verð ég að segja þér. Í gær spilaði ég golf!“ „Hvernig fór það?“ „Nú ég kíkka upp úr jörðinni, lít í kringum mig.  Þá beygir sig niður maður, setur golfboltan á hausinn á mér, ég jafnvægisstilli hann og hann slær hann af mér. Ég heyri hann enn segja: „Frábært högg.“ Meira veit ég ekki.“ „En var þetta ekki hættulegt“ spyr hinn ánamaðkurinn. „Ekki hættulegra en veiðar!!!“

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 17:00

Charley Hull í Game Changers

Í Englandi er sjónvarpsþáttur á vegum Sky Sports, sem heitir Game Changers. Þar koma íþróttahetjur og tala við áhugasama krakka, sem fá að leggja spurningar fyrir íþróttamennina. Núna um daginn var Solheim Cup stjarnan unga og nýliði ársins 2013 á Evrópumótaröð kvenna, Charley Hull, gestur þáttarins og lögðu börnin nokkrar vel valdar spurningar fyrir hana. Meðal þess sem Charley var spurð að var hver væri uppáhaldsgolfvöllur hennar (sem er Concessions (líklega sá í Bradenton, Flórída, í Bandaríkjunum – Sjá heimasíðu þessa glæsilega golfklúbbs með því að SMELLA HÉR:). Svo var einn sem vildi vita hvað Charley væri ef hún væri ekki atvinnumaður í golfi.  Charley sagði njósnari og í ljós Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 16:00

Afmæliskylfingur dagsins: Þóra Jónsdóttir og Belinda Kerr – 18. janúar 2014

Afmæliskylfingar dagsins eru tveir: Þóra Jónsdóttir og ástralski kylfingurinn Belinda Kerr.  Þóra er fædd 18. janúar 1964 og á því 50 ára stórafmæli í dag. Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins hér að neðan til þess að óska henni til hamingju með afmælið Þóra Jónsdóttir f. 18. janúar 1964 (50 ára – Innilega til hamingju með stórafmælið) Belinda Kerr fæddist í dag, 18. janúar fyrir 30 árum (þ.e. 1984) í Paddington, í Sydney, Ástralíu. Belinda hóf að spila golf 13 ára gömul vegna þess að bróðir hennar Jared dró hana út á völl, en hún hefir einnig keppt f.h. Queensland í Ástralíu í blaki, frjálsum og dansi. Það var ekki fyrr Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 14:45

Evróputúrinn: Lee leiðir fyrir lokahringinn í Abu Dhabi – Mickelson flýgur upp skortöfluna

Skotinn Craig Lee er búinn að leiða alla þrjá fyrstu hringina á Abu Dhabi HSBC Golf Championship í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Í dag lék Lee á 3 undir pari, fékk 5 fugla og 2 skolla.  Samtals er Lee búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (68 67 69). Í 2. sæti 2 höggum á eftir forystumanninum, Craig Lee eru þeir Gaganjeet Bhullar frá Indlandi og Phil Mickelson sem flýgur upp skortöfluna eftir glæsihring upp á 9 undir pari, 63 högg í dag!  Á hringnum fékk Phil örn, 9 fugla og 2 skolla og var að sjálfsögðu á besta skori dagsins! Hér má sjá myndskeið af frammistöðu Phil Mickelson Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 14:00

Viðtal við Paulu Creamer

Paula Creamer var í viðtali í Morning Drive í gær, 17. janúar 2014. Þar talaði hún m.a. um bónorð kærasta síns, en hann bað hennar eftir að þau höfðu stokkið fallhlífarstökk úr flugvél og lent á vellinum þar sem búið var að skrifa stórum stöfum: „Viltu giftast mér Paula?“ Sjá má viðtalið við Paulu Creamer á Morning Drive með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 13:00

PGA: Heppnishögg Mohans

Á 2. hring Humana Challenge mótsins í Kaliforníu náðist myndskeið af miklu heppnishöggi á par-3 17. brautinni. Sá sem átti höggið heitir Chris Mohan og er áhugamaður.  Hann lék með Harrison Frasier.  Mohan átti hátt högg inn á 17. flötina þegar ekki vildi betur til en að boltinn hans fór í steina í árbakka sem skilja flötina frá á, sem þarna er og boltinn spýttist í klett hinum meginn við flötina og rúllaði síðan inn u.þ.b. 3 metra frá pinna. Mohan setti síðan fuglapúttið niður eftir þetta mikla heppnishögg hans. Til þess að sjá myndskeið af höggi Mohan SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 12:45

PGA: Keegan Bradley með 1. ásinn á ferlinum! – Myndskeið

Á 2. hring Humana Challenge mótsins, í gær, 17. janúar 2014,  fékk Keegan Bradley fyrsta ás ferils síns. Keegan er fæddur 7. júní 1986 og því 27 ára þegar hann slær draumahöggið en hann er búinn að spila golf mestalla ævi. Ásinn kom á 180 yarda (165 metra) 3. holu Nicklaus vallarins í La Quinta, Kaliforníu. Höggið var hátt inn á flötina og boltinn virtist sveigja og rúllaði síðan beint í holu. Keegan fagnaði að vonum vel! Sjá má glæsiás Keegan Bradley með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 11:00

Rocco Mediate kvænist n.k mánudag

Hver sagði að lífið væri búið eftir fertugt hvað þá fimmtugt? Hún er merkileg öll æskudýrkunin í golfinu, en golfið er eins og Tiger sagði réttilega  spegill lífsins. M.ö.o. það er æskudýrkun í golfinu sem annarsstaðar í lífinu. Það sem hinir eldri gera vekur oft á tíðum minni athygli en verskuldað er. Fæstir golfvefir eru með fréttir af því að Rocco Mediate sé nú í forystu á Mitsubishi Electric Championship á Hualalai, í Hawaii, eftir glæsihring upp á 63 högg! Hver kylfingurinn Rocco er, er efni í aðra grein.  Hér skal þess einungis getið að hann er fæddur 17. desember 1962 og því nýorðinn 51 árs…. og hann er að fara Lesa meira