PGA: Reed leiðir e. 2. dag
Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed heldur forystu sinni á Humana Challenge mótinu, átti lægsta skor 2. dags 63 högg (ásamt Brendon Todd, sem er í 2. sæti), en hann spilaði La Quinta völlinn. Þannig sagði Reed eftir 2. hring að hann hefði átt í vandræðum með drævin á 1. hring en hafi fyllst sjálfstrausti í La Quinta Country Club. „Þegar maður fer yfir á La Quinta, eru brautirnar miklu þrengri en þær eru hér þannig að maður verður að einbeita sér að smáum skotmörkum. Ég byrjaði vel þannig að sjálfstraustið óx strax eftir fyrstu 2 holurnar.“ Samtals hefir Reed leikið á 18 undir pari, 126 höggum (63 63) og hefir 2 högga Lesa meira
Champions Tour: Mediate efstur e. 1. dag
Með þessari grein hefur Golf 1 fréttaflutning af Champions túrnum bandaríska, sem er bandaríska PGA Tour öldungamótaröðin. Í gær hófst nefnilega á Hualalai, á Hawaii, Mitsubishi Electric Championship, sem er fyrsta mót bandarísku PGA öldungamótaraðarinnar. Eftir 1. dag er það Rocco Mediate sem leiðir eftir glæsihring upp á 9 undi pari, 63 höggum! Í 2. sæti er Dan Forsman, aðeins höggi á eftir og þriðja sætinu deila þeir: Fred Couples, Fred Funk, Stephen Elkington og Tom Pernice Jr. allir á samtals 7 undir pari, 65 höggum, eða 2 höggum á eftir Rocco. Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Mitsubishi Electric Championship SMELLIÐ HÉR:
Evróputúrinn: Rafa og Lee efstir eftir 2. dag í Abu Dhabi – Stenson náði ekki niðurskurði
Það eru Rafael Cabrera-Bello og Craig Lee, sem leiða eftir 2. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship. Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum. Aðeins 1 höggi á eftir í 3. sæti er Englendingurinn Danny Willett. Í 4. sæti enn öðru höggi á eftir eru: Rory McIlroy, Ricardo Gonzalez og Thomas Björn. Nokkrir góðir náðu ekki niðurskurði en þ.á.m. er nr. 1 í Evrópu 2013: Henrik Stenson, en hjá honum munaði 2 höggum að hann fengi að spila um helgina. Til þess að sjá stöðuna eftir 2. dag á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR: Til þessa að sjá hápunkta 2. dags á Abu Lesa meira
GK: Þórdís Geirs efst eftir 1. púttmót Keiliskvenna 2014
Fyrsta púttmót ársins 2014 hjá Keiliskonum fór fram s.l. miðvikudaginn 15. janúar. 35 konur mættu galvaskar til leiks og var hart barist. Eftirfarandi konur skipuðu fyrstu fimm sætin: 1.sæti Þórdís Geirsdóttir 28 2.sæti Birna Ágústsdóttir 29 3-5 sæti Helga Laufey 31 3-5 sæti Lovísa Hermanns 31 3-5 sæti Guðrún Bjarnadóttir 31 Kvennanefndin hvertur konur til að fjölmenna í púttmótið því það er kjörinn vettvangur fyrir konur í klúbbnum að kynnast. Næsta púttmót verður n.k. miðvikudag, 22. janúar 2014.
Nýju stúlkurnar á LET 2014: Elina Nummenpaa (10/31)
Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó. Leiknir voru 5 hringir og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg: Fiona Puvo, Krista Bakker, Julie Tvede og Elina Lesa meira
Bandaríska háskólagolfið: Guðrún Brá spilar með Fresno State í vor
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK, bætist í sístækkandi hóp ungra íslenskra kylfinga sem spila í bandaríska háskólagolfinu, nú í vor og mun Golf 1 að sjálfsögðu færa úrslitafréttir frá leikjum háskólaliðs hennar. Guðrún Brá mun spila með golfliði Fresno State háskólans í Kaliforníu. Emily Milberger þjálfari kvennaliðs Fresno State, The Bulldogs, fagnar komu Guðrúnar Brá í liðið og má sjá umsögn Milberger þar um með því að SMELLA HÉR: Okkur hér heima er vel kunnugt um góðan árangur Guðrúnar Brá t.a.m. á Unglingamótaröðinni, þar sem Guðrún Brá hefir orðið Íslandsmeistari (holukeppni/höggleik) í öllum aldursflokkum sínum. Auk þess hefir hún, þrátt fyrir ungan aldur sigrað í stigamótum Eimskipsmótaraðarinnar og hefir tekið þátt Lesa meira
Afmæliskylfingur dagsins: Lucie Andrè ——- 17. janúar 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Lucie Andrè. Lucie er fædd 17. janúar 1988 í Bourg-en-Bresse í Frakklandi og á því 26 ára afmæli í dag. Lucie gerðist atvinnumaður í golfi 1. janúar 2011. Hún spilar á LET þ.e. Evrópumótaröð kvenna. Lesa má nánar (n.b. aðeins fyrir þá sem lesa frönsku) um afmæliskylfinginn á heimasíðu Lucie með því að SMELLA HÉR: Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmælí í dag eru: Olin Dutra, f. 17. janúar 1901 – d. 5. maí 1983; Jimmy Powell, 17. janúar 1935 (79 ára); Nina Muehl, 17. janúar 1987 (27 ára – austurrísk – LET) …. og ….. Sólrún Viðarsdóttir (52 ára) Unnur Pétursdóttir (57 ára) Binni Besti (18 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum Lesa meira
Golfsvipmynd dagsins
Golfsvipmynd dagsins er af unglingunum í GR að æfa sig í Egilshöll í morgun – ótrúlegur dugnaður á ferð þar!
Golfútbúnaður: Nýi dræver Mickelson – Callaway Big Bertha Alpha
Callaway kom fyrst á markað með Big Berthu árið 1991 og það breytti golfheiminum. Nú er fyrirtækið að endurvekja nafnið og vonar að nýjasta nýjungin á drævernum vinsæla muni slá í gegn líkt og dræverinn gerði árið 1991. Nú verður hægt að aðlaga 4 þætti dræversins: 1) loftið – eða m.ö.o. fláann á kylfunni; 2) miðju þyngdarpunktssins (ens.: center of gravity); 3) leguna (ens. lie) og í fyrsta sinn CG hæðina, þ.e. hæðina á miðju þyngdaraflsins (ens. CG (Center of Gravity) height). Fyrir 20 árum þegar Ely Callaway og teymi hans hönnuðu Big Berthu vitnuðu þeir í Isaac Newton þegar sá sagði: „Að ekki væri hægt að deila við eðlisfræði.“ Lesa meira
Evróputúrinn: Kaymer og McIlroy gekk vel á 1. hring í Abu Dhabi – Mickelson byrjar slælega
Martin Kaymer og Rory McIlroy eiga sameiginlegt að eiga að baki hræðilegt ár í golfinu 2013. Því var mikilvægt að byrja nýja árið vel og það gerðu þeir í gær en báðir léku fyrsta hring á 2 undir pari, 70 höggum og deildu 19. sætinu eftir 1. hring. Kaymer, sem fékk 5 fugla, skramba og skolla var ánægður: „Þetta var ágætis hringur, þetta er nefnilega erfiður völlur sérstaklega á morgnanna.“ „Þegar við vorum á fyrri 9 var karginn enn blautur – og ef maður lenti þar – þá komst maður ekkert – Þannig að allt í allt er 2 undir pari ágætis skor.“ „Þetta snýst í raun um að hitta Lesa meira










