Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 13:00

PGA: Heppnishögg Mohans

Á 2. hring Humana Challenge mótsins í Kaliforníu náðist myndskeið af miklu heppnishöggi á par-3 17. brautinni.

Sá sem átti höggið heitir Chris Mohan og er áhugamaður.  Hann lék með Harrison Frasier. 

Mohan átti hátt högg inn á 17. flötina þegar ekki vildi betur til en að boltinn hans fór í steina í árbakka sem skilja flötina frá á, sem þarna er og boltinn spýttist í klett hinum meginn við flötina og rúllaði síðan inn u.þ.b. 3 metra frá pinna.

Mohan setti síðan fuglapúttið niður eftir þetta mikla heppnishögg hans.

Til þess að sjá myndskeið af höggi Mohan SMELLIÐ HÉR: