Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 19. 2014 | 11:00

PGA: 3. hringurinn upp á 63 hjá Reed

Bandaríski kylfingurinn Patrick Reed er kominn með 7 högga forystu á næstu keppendur á Humana Challenge mótinu eftir þriðja spilaða hringinn, en hann náði í þriðja sinni skori upp á 9 undir pari, 63 högg í mótinu!

Samtals er Reed búinn að spila á 27 undir pari, 189 höggum og stefnir í metskor hjá honum (63 63 63).  Stóri spenningurinn í kvöld er hvort hann klári mótið í stæl og nái ekki bara enn öðru skori upp á 63?

Á 3 hringnum á PGA West (Nicklaus vellinum) fékk Reed 1 örn, 8 fugla og 1 skolla – 9 undir pari staðreynd!

Tveir deila 2. sætinu á samtals 20 undir pari, 196 höggum hvor: Brendon Todd og Charley Hoffman og þarf eiginlega kraftaverk til að annar en Patrick Reed standi uppi sem sigurvegari í kvöld, spili hann eins og hann hefir verið að gera.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Humana Challenge SMELLIÐ HÉR: