Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 12:45

PGA: Keegan Bradley með 1. ásinn á ferlinum! – Myndskeið

Á 2. hring Humana Challenge mótsins, í gær, 17. janúar 2014,  fékk Keegan Bradley fyrsta ás ferils síns.

Keegan er fæddur 7. júní 1986 og því 27 ára þegar hann slær draumahöggið en hann er búinn að spila golf mestalla ævi.

Ásinn kom á 180 yarda (165 metra) 3. holu Nicklaus vallarins í La Quinta, Kaliforníu.

Höggið var hátt inn á flötina og boltinn virtist sveigja og rúllaði síðan beint í holu. Keegan fagnaði að vonum vel!

Sjá má glæsiás Keegan Bradley með því að SMELLA HÉR: