Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 14:45

Evróputúrinn: Lee leiðir fyrir lokahringinn í Abu Dhabi – Mickelson flýgur upp skortöfluna

Skotinn Craig Lee er búinn að leiða alla þrjá fyrstu hringina á Abu Dhabi HSBC Golf Championship í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Í dag lék Lee á 3 undir pari, fékk 5 fugla og 2 skolla.  Samtals er Lee búinn að spila á 12 undir pari, 204 höggum (68 67 69).

Í 2. sæti 2 höggum á eftir forystumanninum, Craig Lee eru þeir Gaganjeet Bhullar frá Indlandi og Phil Mickelson sem flýgur upp skortöfluna eftir glæsihring upp á 9 undir pari, 63 högg í dag!  Á hringnum fékk Phil örn, 9 fugla og 2 skolla og var að sjálfsögðu á besta skori dagsins!

Hér má sjá myndskeið af frammistöðu Phil Mickelson  í dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Abu Dhabi HSBC Golf Championship   SMELLIÐ HÉR: