Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 18. 2014 | 20:00

Golfgrín á laugardegi

Tveir ánamaðkar hittast á förnum vegi.

„Þetta verð ég að segja þér. Í gær spilaði ég golf!“

„Hvernig fór það?“

„Nú ég kíkka upp úr jörðinni, lít í kringum mig.  Þá beygir sig niður maður, setur golfboltan á hausinn á mér, ég jafnvægisstilli hann og hann slær hann af mér. Ég heyri hann enn segja: „Frábært högg.“ Meira veit ég ekki.“

„En var þetta ekki hættulegt“ spyr hinn ánamaðkurinn.

„Ekki hættulegra en veiðar!!!“