
Charley Hull í Game Changers
Í Englandi er sjónvarpsþáttur á vegum Sky Sports, sem heitir Game Changers.
Þar koma íþróttahetjur og tala við áhugasama krakka, sem fá að leggja spurningar fyrir íþróttamennina.
Núna um daginn var Solheim Cup stjarnan unga og nýliði ársins 2013 á Evrópumótaröð kvenna, Charley Hull, gestur þáttarins og lögðu börnin nokkrar vel valdar spurningar fyrir hana.
Meðal þess sem Charley var spurð að var hver væri uppáhaldsgolfvöllur hennar (sem er Concessions (líklega sá í Bradenton, Flórída, í Bandaríkjunum – Sjá heimasíðu þessa glæsilega golfklúbbs með því að SMELLA HÉR:).
Svo var einn sem vildi vita hvað Charley væri ef hún væri ekki atvinnumaður í golfi. Charley sagði njósnari og í ljós kom að margir krakkanna vildu líka verða njósnarar (eins og Bond)!
Eins var hún spurð að því hver væri fyrirmynd hennar í golfinu, en því svaraði Charley svo til að það væru pabbi hennar og Tiger Woods. Jafnframt var Charley spurð að því af hverju hún hefði beðið Paulu Creamer um eiginhandaráritun eftir að hún sigraði hana í tvímenningsleik í Solheim Cup og hvernig tilfinning það hefði verið að sigra Paulu. Charley svaraði því svo til að hún hefði fengið boltann áritaðan fyrir vin sinn James og að hún hefði verið mjög ánægð með að sigra Paulu.
Krakkarnir greinilega með allt á hreinu um Charley Hull!
Sjá má myndskeiðið úr Game Changers þar sem Charley Hull er gestur þáttarins Game Changers með því að SMELLA HÉR:
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi