Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 15:00

Ekki gefast upp!

Hér kemur sannleikurinn um golf. Hvert mót, já eiginlega í hverjum golfhring eru falin ný tækifæri.  Þetta hljómar svolítið klisjulegt, en Scott Stallings er sönnun þessarar staðgreyndar. Fyrir Farmers Insurance Open hafði Stallings aðeins komist 2 sinnum í gegnum niðurskurð í síðustu 5 mótum sem hann tók þátt í  og  af þeim 2 mótum sem hann spilaði um helgina var besti árangur hans T-47. Lexían sem læra má af þessu er að þú gætir verið nær árangri í golfinu en þú heldur! Oft er það bara jafn einfaldur hlutur og að breyta boltastöðu, stöðu, uppstillingu, gripið, tempó eða tímasetningu,  sem laga má á auðveldan hátt til þess að koma hlutum í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 13:30

Olazábal táraðist þegar hann faðmaði Ballesteros að sér á 1. teig í Dubaí

Skipuleggjendur Dubai Desert Classic, sem hefst á morgun fögnuðu 25. ára afmæli mótsins m.a. með því að halda mót meistaranna þ.e. þeirra sem sigrað hafa s.l. 25 ár og héldu m.a. minningu eins sigurvegarans, Seve Ballesteros, sem lést 7. maí 2011, á lofti með því að bjóða 23 ára syni hans, Javier, að taka þátt í mótinu í stað föður síns, sem sigraði í Dubai 1992. Javier Ballesteros var í ráshóp með löndum sínum þeim Jose Maria Olazábal og Miguel Angel Jiménez.  Það var víst engin tilviljun en Seve og Olazábal voru bestu vinir og kepptu m.a. saman f.h. Evrópu í 4 Ryder bikarkeppnum í röð á árunum 1987 og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2014

Það er Hafdís Ævarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og í stjórn klúbbsins og sat m.a. Golfþing Íslands í nóvember s.l. f.h. GS.   Hafdís er oft ofarlega í opnum mótum sem haldin eru.  Eins var Hafdís m.a. í sigursveit GS, í sveitakeppni GSÍ, sem haldin var á Flúðum 2012 og kom GS í 1. deild.  Þá var Hafdís í sveit GS sem náði 6. sætinu 2013, þannig að sveit GS leikur áfram í 1. deild nú í ár! Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju með afmælið hér að neðan Hafdís Ævarsdóttir Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 18:30

Tiger og Rory saman í ráshóp í Dubai

Tiger Woods og Rory McIlroy munu spila saman fyrstu 2 hringina á Omega Dubai Desert Classic í þessari viku. Með þeim í ráshóp verður Stephen Gallacher, sem sigraði 2013 og á titil að verja. Rory snýr aftur á völlinn, þar sem hann vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður fyrir 5 árum og Tiger spilar í mótinu í 2. sinn á 4 árum ( hann varð T-20 árið 2011). Þetta er aðalráshópurinn, sem flestir áhorfendur munu fylgjast með hvort heldur er í Dubaí eða fyrir framan sjónvarpstækin víðsvegar um heim. Eftirfarandi eru áhugaverðar raðanir í ráshópa: Peter Uihlein, Branden Grace, and Richard Sterne (10:55 PM) — Sterkur ráshópur með tveimur sterkum ungum kylfingum Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 13:45

GKG: Sigurður Arnar bestur á 2. púttmóti unglinga

Púttmót nr. 2 af 9 lauk s.l. laugardag í Kórnum, og tóku 44 krakkar þátt að þessu sinni. Hér fyrir neðan má sjá besta árangur í hverjum flokki sem náðist, en til að sjá úrslit allra keppenda SMELLIÐ HÉR: Við þökkum öllum fyrir þátttökuna og minnum á næsta mót sem fer fram laugardaginn  8. febrúar í Kórnum. Hægt er að pútta milli 11-13 og er þátttaka ókeypis. 12 ára og yngri stelpur 25.jan Hulda Clara Gestsdóttir 26 12 ára og yngri strákar 25.jan Sigurður Arnar Garðarsson 25 13 – 15 ára stúlkur 25.jan Alma Rún Ragnarsdóttir 29 Áslaug Sól Sigurðardóttir 31 13 – 15 ára strákar 25.jan Bragi Aðalsteinsson 26 Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 13:00

Golfbækur: Golf Tips for Women eftir Shirley Miller

Golf Tips for Women: A comprehensive guide full of tips, tricks and techniques for Women Golfers, er ný golfbók fyrir kvenkylfinga, sem var að koma út, þ.e.a.s. 13. janúar s.l. í Bandaríkjunum. Kápuna prýðir engin önnur en Lexi Thompson. Bókin samanstendur af 38 köflum sem eru stútfullir af ráðum fyrir kvenkylfinga um alla þætti golfleiksins. Meðal þess sem fjallað er um í smáatriðum eru dræv, pitch&chipp, sanglompur, týndir boltar, pútt, æfingasvæðið, hvernig að að leiðrétta slæs og húkk – reyndar allt sem lýtur að kvennagolfi.  Ráðin eru oft virkilega fyndin og það er gaman að lesa þessa bók! Þetta er svona bland í poka bók þar sem allir finna eitthvað Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 12:00

GSG: Kirkjubólsvöllur opinn um helgina

Kirkjubólsvöllur í Sandgerði verður opinn um helgina (eins og reyndar alla daga ársins) og að sjálfsögðu spilað inn á sumargrín. Vallargjald er ekki nema kr. 2.000 og kr. 3.000 fyrir hjón. Súpan verður á sínum stað og  er innifalin í vallargjaldi. Vinsamlegast skráið rástímann á golf.is eða með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 11:45

Bandaríska háskólagolfið: Stefanía Kristín meidd en í fjáröflun fyrir Pfeiffer

Stefanía Kristín Valgeirsdóttir, klúbbmeistari GA 2012 og 2013, sem er við nám í Pfeiffer University í Norður-Karólínu, skrifar á heimasíðu GA nú nýverið.  Þar gerir hún grein fyrir axlarmeiðslum sem hafa verið að há henni, sem og að hún biður félaga í GA um fjárstuðning til þess að hún og golflið Pfeiffer geti tekið þátt í betri mótum, en mótaskrá Pfeiffer var t.a.m. heldur stutt s.l. hausttímabil og Stefanía Kristín af skiljanlegum ástæðum lítið að spila.  Við hér á Golf 1 skorum á fleiri en félaga GA til að styrkja „Siglfirðinginn“ Stefaníu Kristínu en sjá má allar upplýsingar hér að neðan. Hér fer það sem Stefanía Kristín skrifaði: „Eins og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 11:30

GR: Böðvar, Ingvar Andri og Patrekur efstir eftir 2. mót á púttmótaröð unglinga

Nú er lokið 2. móti á púttmótaröð unglinga í Golfklúbbi Reykjavíkur. Gaman er að sjá stemmninguna í kringum krakkana og ekki skemmir þegar foreldrarnir mæta líka og spjalla yfir kaffibollanum á meðan krakkarnir pútta. Nú hafa krakkarnir lokið 2 keppnisdögum af 8 alls og hér að neðan má sjá stöðuna. Vonandi er þetta eitthvað sem eflir starfið í kringum börnin okkar og þéttir hópinn. Meðfylgjandi er staðan í púttmóti krakkanna eftir tvo daga. Betri hringurinn telur og fjórir bestu af 8 telja til meistara GR. Hér að neðan má sjá úrslit í hverjum aldursflokki fyrir sig: 12 ára og yngri Púttmótaröð 16 ára og eldri Púttmótaröð 13 -15 ára og Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 11:00

Hank Haney: „Tiger ver of miklum tíma í líkamsrækt“

Hank Haney , sem var þjálfari Tiger Woods á árunum 2003-2010 telur að of mikil vera Tiger í líkamsrækt hafi hamlað árangri hans á golfvellinum undanfarin nokkur ár. Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) er þekktur fyrir það að verja nokkrum tímum á hverjum morgni í líkamsrækt og vöðvamassi hans eykst og eykst. Flestir kylfingar á PGA Tour og Evróputúrnum eru í líkamsrækt en Haney telur Tiger ofgera hlutunum: „Að mínu mati gerir hann of mikið af þessu,“ sagði Haney m.a.  „Hann gerir mikið af þessu líkamsræktardóti.  Ég veit að sumt af því er nauðsynlegt í golfi, það er enginn vafi á því.“   „Maður verður að vera í formi, maður verður Lesa meira