Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 19:00

Afmæliskylfingur dagsins: Hafdís Ævarsdóttir – 28. janúar 2014

Það er Hafdís Ævarsdóttir, sem er afmæliskylfingur dagsins. Hafdís er í Golfklúbbi Suðurnesja (GS) og í stjórn klúbbsins og sat m.a. Golfþing Íslands í nóvember s.l. f.h. GS.   Hafdís er oft ofarlega í opnum mótum sem haldin eru.  Eins var Hafdís m.a. í sigursveit GS, í sveitakeppni GSÍ, sem haldin var á Flúðum 2012 og kom GS í 1. deild.  Þá var Hafdís í sveit GS sem náði 6. sætinu 2013, þannig að sveit GS leikur áfram í 1. deild nú í ár!

Komast má á facebook síðu afmæliskylfingsins til þess að óska Hafdísi til hamingju með afmælið hér að neðan

Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru:   Debbie Meisterlein Steinbach, 28. janúar 1953 (61 ára);  Nick Price, 28. janúar 1957 (57 ára);  Ragnheiður Matthíasdóttir, 28. janúar 1960, GSS (54 ára) ….. og …..
 
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is