Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 16:30

Stenson hreinsaður af golfreglubrotarásökun Björn

Nýtt mót og ný meint reglubrot. Tilvikið sem hér um ræðir var aðhögg Henrik Stenson á par-4 14. holunni, sem fór í vatnshindrun. Eftir að hafa ráðfært sig við dómara ákvað Stenson að droppa boltanum 40 yarda fyrir aftan, en hélt þó alltaf línunni þar sem boltinn fór í hindrunina milli sín og holunnar, sbr. reglu 26-1-b. Thomas Björn, sem var í ráshóp með Stenson dró í efa að dropp Stenson væri í samræmi við golfreglur og hafði orð á því við dómara en sagði ekkert við Stenson. „Ég átti ekki mikið högg á bakvið trén þannig að ég fór aðeins aftar og átti yndislegt högg með 6-járninu,“ sagði Stenson, Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 15:30

Golfútbúnaður: Callaway Optimise X2 Hot and X2 Hot+ golfboltar

Callaway er að setja á markað nýja golfbolta á morgun. Þeir nýju byggja á vinsældum  X Hot og nýju  X2 Hot trjá, blendinga og járna-línunnar og bæta við hana. Þetta eru golfboltar sem eru ólíkir 4 og 5 laga Speed Regime golfboltunum. X2 Hot boltarnir eru hannaðir til þess að fara sem lengst og ná sem mestum spinn aðskilnaði fyrir leikmenn sem eru með „miðlungs“ sveifluhraða þ.e. undir 90 mílum/klst. Fyrir þá leikmenn sem eru með 90 mílu/klst sveifluhraða eða þar fyrir ofan þá kemur Callaway með X2 Hot + golfboltana. Báðir boltar eru með „mýkstu lagar hönnun“ Callaway til þessa, þannig að tilfinningin þegar boltinn er sleginn verði mjúk Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 15:00

Lee Westwood sér framfarir í leik sínum

Lee Westwood er ekki einn af þeim kylfingum sem er í Dubai.  Hann hóf keppnistímabilið á Farmers Insurance Open þar sem hann varð T-47 og mun hefja leik í kvöld á Waste Mangement Open í Phoenix. Westwood ætlar að sleppa Miðausturlandasveiflu Evróputúrsins og einbeita sér að mótum á PGA Tour. Hann hefir verið að vinna í golfinu sínu ásamt Sean Foley og finnst hann loks sjá árangur erfiðisins og hlakkar til að keppa í Phoenix. Sérstaklega hafa orðið framfarir í púttunum hjá honum og verður því spennandi að fylgjast með honum á Waste Management! Til þess að sjá viðtal Sky Sports við Westy SMELLIÐ HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 12:00

Evróputúrinn: Rory efstur á 63 höggum eftir 1. hring í Dubaí – Tiger á 68 höggum

Rory McIlroy er efstur eftir 1. hring á Omega Dubai Desert Classic mótinu. Hann lék á 9 undir pari, 63 höggum. Hann er efstur sem stendur og Edoardo Molinari og Matthew Baldwin þeir einu sem ógna honum í efsta sætinu, en nokkrir kylfingar eiga eftir að ljúka leik. Á hringnum fékk Rory örn á par-5 3. holu Emirates golfvallarins og síðan 7 fugla. Stephen Gallacher sem var í ráshóp með Rory og á titil að verja var á 66 höggum og er sem stendur í 3. sæti og Tiger var miklu betri en á Torrey Pines, lék á 68 höggum og er í 8. sæti. Hér má fylgjast með gangi Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 30. 2014 | 07:30

PGA: Takið þátt í að velja kylfing mánaðarins

Það sem af er árs hafa 4 kylfingar sigrað á mótum PGA Tour:  Zach Johnson hóf árið á því að sigra í Tournament of Champions, Jimmy Walker vann 2. sigur sinn á PGA Tour þegar hann vann Sony Open í Hawaii. Patrick Reed vann Humana Challenge eftirminnilega og nú síðast var það Scott Stallings sem sigraði á Farmers Insurance Open, móti sem verður e.t.v. mest í minni haft fyrir þær sakir að Tiger Woods var á 2. versta skori sínu á ferlinum í mótinu. Nú stendur PGA Tour í því að velja kylfing janúarmánaðar 2014. Þið getið tekið þátt og valið meðal ofangreindra 4 kylfinga með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 18:30

Afmæliskylfingur dagsins: Erlingur Snær Loftsson – 29. janúar 2014

Afmæliskylfingur dagsins er Erlingur Snær Loftsson. Erlingur Snær fæddist 29. janúar 1991 og á  því 23 ára afmæli í dag!!!  Erlingur er í Golfklúbbinum á Hellu (GHR) og er með 6,6 í forgjöf. Erlingur Snær útskrifaðist nú nýverið sem leiðbeinandi í SNAG golfi. Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Jack Burk Jr., 29. janúar 1923 (91 árs); Donna Caponi, 29. janúar 1945 (69 ára); Oprah Winfrey, 29. janúar 1954 (60 ára stórafmæli!!!) ; Yoshitaka Yamamoto, 29. janúar 1951 (63 ára) ….. og ….. Habbanía Hannyrðakona (54 ára) Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið! Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 18:00

Nýju stúlkurnar á LET 2014: Krista Bakker (12/31)

Það var 31 stúlka sem komst í gegnum Lalla Aicha Tour School í Marokkó og hlaut kortið sitt á Evrópumótaröð kvenna, LET (Ladies European Tour). Mótið fór fram dagana 14.-18. desember 2013 á golfvöllum Al Maaden og Samanah CC í Marrakech, Marokkó.  Leiknir voru 5 hringir  og eftir 4. hringinn var stúlkunum 92 sem upphaflega voru 94, fækkað niður í 60 og þar af hlutu 31 efstu eftir 5. og lokahringinn keppnisrétt á LET fyrir keppnistímabilið 2014. Það voru 4 stúlkur sem deildu 19. sætinu (voru jafnar í 19.-22. sætinu) og komust inn á mótaröðina með skor upp á samtals slétt par, 360 högg:     Fiona Puvo, Krista Bakker, Julie Tvede  og Elina Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 17:30

Rory við opnun fyrstu Nike golfvöruverslunarinnar í Dubai

Allar helstu stjörnur í golfheiminum eru nú komnar til Dubai, en þar hefst á morgun Omega Dubai Desert Classic. Nr. 1  (Tiger) og nr. 7 (Rory McIlroy) á heimslistanum verða m.a. í ráshóp á morgun ásamt nr. 67, Stephen Gallacher, sem á titil að verja í mótinu. Það er ýmislegt sem stjörnurnar dunda sér við fram að móti – Els klúbburinn er t.a.m. mjög vinsæll, bæði til æfinga og afslöppunar. Sumir eru þó í hörkuvinnu eins og t.a.m. Martin Kaymer, sem er við upptöku á auglýsingamyndbandi fyrir Etihad flugfélagið. Rory var t.a.m. í gær við opnun fyrstu Nike golfvöruverslunarinnar í Dubai.  Á heimasíðu sinni sagði hann m.a. að það hefði Lesa meira

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 17:00

Golfkennsla: Hvernig verða chippin stöðugri?

Lorien Scott er ástralskur golfkennari á Bonnie Doon golfvellinum í Ástralíu. Hann sýnir okkur góða æfingu í meðfylgjandi myndskeiði um hvernig hægt er að chippa stöðugra SMELLIÐ HÉR:  Til þess að sjá fleiri góðar leiðbeiningar sjá vefsíðu Scott með því að SMELLA HÉR: 

Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 16:00

10 bestu golfvörurnar á PGA golfvörusýningunni í Orlando

Þann 22.- 24. janúar 2014 fór fram í Orange County Convention Center í Orlando hin árlega PGA golfvörusýning. „DEMO-dagurinn“ vinsæli var haldinn 21. janúar 2014, en þá fá sýningargestir að prófa allar nýjustu kylfurnar sem koma á markað. South Florida Golf Magazine valdi 10 bestu golfvörurnar á sýningunni í ár. Þær eru eftirfarandi: Nr. 1 er Exotics CB Limited Edition brautartréð, sem er með minna kylfuhöfuð en CB2.  „Slip stream“ sólinn sér til þess að kylfan fer í gegnum kargann eins og heitur hnífur í gegnum smjör. Chris Kirk var með kylfuna í pokanum þegar hann vann McGladrey Classic 2013. Nr. 2 Edel golf fleygjárn. Edel fleygjárnin koma með mismunandi Lesa meira