Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 11:00

Hank Haney: „Tiger ver of miklum tíma í líkamsrækt“

Hank Haney , sem var þjálfari Tiger Woods á árunum 2003-2010 telur að of mikil vera Tiger í líkamsrækt hafi hamlað árangri hans á golfvellinum undanfarin nokkur ár.

Nr. 1 á heimslistanum (Tiger) er þekktur fyrir það að verja nokkrum tímum á hverjum morgni í líkamsrækt og vöðvamassi hans eykst og eykst.

Flestir kylfingar á PGA Tour og Evróputúrnum eru í líkamsrækt en Haney telur Tiger ofgera hlutunum:

„Að mínu mati gerir hann of mikið af þessu,“ sagði Haney m.a.  „Hann gerir mikið af þessu líkamsræktardóti.  Ég veit að sumt af því er nauðsynlegt í golfi, það er enginn vafi á því.“  

„Maður verður að vera í formi, maður verður að forðast meiðsl, en að mínu áliti ofgerir hann þessu …. ég lít á hann og nokkrir af skýrendunum minntust líka á það í lýsingum sínum (frá Torrey Pines) að hann líti stærra út en í fyrra. Ég held að Peter Kostis hafi sagt það.“ 

„Það lítur út fyrir að hann hafi bætt á sig vöðvamassa. Þegar hann var mjórri og yngri þá var hann fljótari. Styrkurinn hjálpar kannski til við að komast úr karga en ég er samþykkur því að hann hafi ofgert þessu. En hann elskar að vera í líkamsrækt.“