Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 29. 2014 | 15:00

Ekki gefast upp!

Hér kemur sannleikurinn um golf. Hvert mót, já eiginlega í hverjum golfhring eru falin ný tækifæri.  Þetta hljómar svolítið klisjulegt, en Scott Stallings er sönnun þessarar staðgreyndar.

Fyrir Farmers Insurance Open hafði Stallings aðeins komist 2 sinnum í gegnum niðurskurð í síðustu 5 mótum sem hann tók þátt í  og  af þeim 2 mótum sem hann spilaði um helgina var besti árangur hans T-47.

Lexían sem læra má af þessu er að þú gætir verið nær árangri í golfinu en þú heldur!

Oft er það bara jafn einfaldur hlutur og að breyta boltastöðu, stöðu, uppstillingu, gripið, tempó eða tímasetningu,  sem laga má á auðveldan hátt til þess að koma hlutum í jákvæðan farveg.

Þannig veitið athygli að einföldu grundvallaratriðunum í leik ykkar því oftar en ekki er það leikmaðurinn sem er að reyna að gera eitthvað verulega fansí á golfvellinum sem á í vandræðum.

Verið viss um að ekki fari framhjá ykkur smáatriði sem gæti verið auðvelt að leiðrétta. Ekki gefast upp!

Texti: Mark Immelman (golfþjálfari Columbus State University Ga.) bróðir Trevor Immelman.