Ragnheiður Jónsdóttir | janúar. 28. 2014 | 18:30

Tiger og Rory saman í ráshóp í Dubai

Tiger Woods og Rory McIlroy munu spila saman fyrstu 2 hringina á Omega Dubai Desert Classic í þessari viku.

Með þeim í ráshóp verður Stephen Gallacher, sem sigraði 2013 og á titil að verja.

Rory snýr aftur á völlinn, þar sem hann vann fyrsta sigur sinn sem atvinnumaður fyrir 5 árum og Tiger spilar í mótinu í 2. sinn á 4 árum ( hann varð T-20 árið 2011).

Þetta er aðalráshópurinn, sem flestir áhorfendur munu fylgjast með hvort heldur er í Dubaí eða fyrir framan sjónvarpstækin víðsvegar um heim.

Eftirfarandi eru áhugaverðar raðanir í ráshópa:

Peter Uihlein, Branden Grace, and Richard Sterne (10:55 PM) — Sterkur ráshópur með tveimur sterkum ungum kylfingum Grace  og Uihlein.

Jamie Donaldson, Rafael Cabrera-Bello, and Matteo Manassero (11:15 PM) — Tveir kylfinganna  (Donaldson og Manassero) eru meðal bestu 50 kylfinga í heiminum og allir 3 eru meðal 100 bestu kylfinga heims.

Thomas Bjorn, Ernie Els, and Henrik Stenson (3:25 AM) — Hér leika saman tveir líklegir Ryder Cup kylfingar þ.e.  Stenson og Bjorn og svo maðurinn með mjúku sveifluna, sem spilaði í Forsetabikarnum.

Scott Jamieson, John Daly, and Raphael Jacquelin (3:45 AM) — Þessi ráshópur er áhugaverður bara vegna Daly!